Iðunn - 01.06.1884, Blaðsíða 62
124 Björnstjerne Björnson:
í hjónaband fyrst?« sagði Sæmundr, og tugði flís,
sem hann hafði fundið sér. — »Skyldi ekki senn vera
mál að fara í kyrkju ?« . sagði Karen og leit að
kyrkjudyrunum. — »jpér þykir víst heldr heitt hér
úti í dag,« sagði Sæmundr sém fyrri. — »Komdu nú,
Sigrún, nú skulum við fara í kyrkjuna.« — Sigrún
hrökk saman og leit við; hún hafði víst verið að
tala við þorbjörn. »Viltu ekki bíða þangað til hringt
verðr ?« sagði Ingiríðr í Grenihlíð og leit til Sigrún-
ar; »þá förum við öll saman,« bætti Ingibjörg við.
Sigrún vissi ekki, hverju hún ætti að svara. Sæ-
mundr leit um öxl til hennar. »Ef þú bíðr, þá verðr
nú bráðum hringt-—fyrir þér,« sagði hann. Sigrún
stokkroðnaði. Karen leit snerpilega til hans, en
hann brosti við. »það verðr nú, eins og drottinn
vill; sagðirðu ekki svo áðan?« sagði hann og gékk
nú á undan þeim til kyrkju, og þau hin á eftir.
það var mannþröng við kyrkjudyrnar, og þegar
til kom, þá var kyrkjunni ekki upp lokið enn. Bétt í
því, að menn fóru að þyrpast nær, til að spyrja,
hvað til kæmi, þá var kyrkjunni lokið upp og fólk
tók að ganga inn ; en sumir vóru farnir að snúa frá,
og skildist komandi fólkið að við það í þrönginni.
Upp við kyrkjugaöinn stóðu tveir menn og vóru að
tala saman, annar var hár og þrekvaxinn, bjart-
hærðr, en stríðhærðr, með snubbótt nef, og það var
Knútr á Norðr-Haugi. Hann þagnaði, þegar hann
sá Grenihlíðar-fólkið koma, og varð eitthvað hálf-
undarlegr, en stóð þó kyrr. Sæmundr varð að ganga
rétt fram hjá honum og sendi hann honum augnaráð
um leið. Knútr leit ekki undan, en þó var eins
og eitthvert hik kæmi á hann. Nú kom Sigrún,
og undir cins og hún sá Knút þarna svona alveg