Iðunn - 01.06.1884, Blaðsíða 76
138 Björnstjerne Björnson:
spöl hérna að handan, en settist þó niðr ; Jporbjörn
settist við hlið hans. — »Nú, við mistum alveg af
ykkr við kyrkjuna í dag,« sagði húsfreyja. — »Já,
og ég var að leita eftir ykkr,« sagði Sæmundr. —
»þ>að var fjölment þar í dag,« sagði Guttormr. —
»Já, fjarska-fjölment;« sagði Sæmundr; »en það var
líka afbragðs-kyrkjuveðr.n — »Já, við vórum að tala
um það rétt í þessu,« sagði Karen. — »jpað er eitt-
hvað svo áhrifamikið að horfa á ferminguna fyrir þá,
sem sjálfir eiga börn,« sagði Guttormr; húsfreyja
þokaði sér til á bekknum. — »Já, það er það,«
sagði Sæmundr ; »maðr leiðist til að fara að hugsa
alvarlega um þau, — og því var það nú, að ég brá
mér hérna yfir um í kvöld,« bætti hann svo við, lit-
aðist hægt um, fékk sér nýja tölu upp í sig og lagði
gömlu tugguna gætilega í látúnsdósirnar. Guttormr,
Karen og þorbjörn litu undan hvert í sína áttina.
»Mór fanst ég verða að fylgja þorbirni hingað yfir
um«, hélt Sæmundr á fram nokkuð seinlega; »hann
hefði líklega seint haft uppburði til að fara einn
hingað, — hefði líklega átt bágt með líka að koma
fyrir sig orði, er óg hræddr um,« — hann leit til
Sigrúnar, sem varð vel vör augnaráðsins. — »það
er nú svona, að hann hefir lagt húg á hana Sigrúnu,
alt frá því hann var svo úr grasi vaxinn, að hann fór
að bera skyn á slíkt; og það er líkast ekki laust við,
að hún hafi felt hug til hans líka. Bn þá hugsaði
ég nú, að bezt væri, að þau næðu saman. Eg var
því ekki mjög meðmæltr eina tíð, meðan hann gat
tæplega stjórnað sjálfum sér, hvað þá heldr meiru; en
nú þykist ég mega ábyrgjast hann, og geti ég það
ekki, þá getr hún þaö; því að nú er hún víst sú,
sem mest hefir áhrifin á hann. — Hvað sýnist