Iðunn - 01.06.1884, Blaðsíða 104
166 Paul Heyse:
aldinin þau arna», tók Antoníó til orða aptur.— »Við
eigum aldini heima, og þegar þau eru búin, kaupi
jeg önnur». — «Færðu henni þau samt og berðu henni
kveðju mína». — «Hún þekkir þig ekkert». — «þ>á get-
ur þú sagt honni, hver jeg er». — «Jeg þekki þig ekki
heldur». — það var ekki í fyrsta sinni, að hún þótt-
ist ekki þekkja hann. Ári áður, einmitt þegar málarinn
kom þar til Sorrentó, vildi svo til einu sinni, að An-
toníó og nokkrirfleiri piltar voru að knattleikávellin-
um við aðal-þjóðveginn. þar mætti málarinnLaurellu í
fyrstasinn með vatnskrukku áhöfðinu. Hún gekkfram
hjá honum og veiti honum enga eptirtekt. Maðurinn
nam staðar eins og þrumulostinn af þessari sjón, og
horfði á hana, þótt hann væri á miðri knattbrautinni
og hefði ekki þurft nema að ganga eitt eða tvö spor til
þess að komast úr skotmáli. I því bili kom knött-
ur með fleygiferð og skall í fótinn á honum, og
minnti hann á, að hjer væri ekki staður né stund til
að falla í leiðslu. Hann litaðist um, eins og hann
byggist við afsökun frá þeim sem kastað hefði. Bn
pilturinn, sein knöttinn átti, stóð þegjandi og ýlgdur
á brá í hóp lagsmanna sinna, og ieizt hinum ókunna
manni ráðlegast að sneiða hjá orðakasti út af þessu.
Samt sem áður varð tilrætt um þetta atvik, og þegar
málarinn síðan kom og bað Laurellu, svo allir vissu,
þá barst það aptur á góma. «Jeg þekki hann ekki»,
hafði Laurella sagt, þegar málarinn spurði hana,
hvort það væri vegna þessa pilts, sem hefði verið svo
ókurteis, að hún vildi ekki taka sjer. Henni hafði
samt borizt líka til eyrna, hvað talað var, og mun
hún raunar hafa kannazt við Antoníó eptir það,
þógar hann bar fyrir hana. Nú sátu þau í bátnum
og gutu hornauga hvort til annars, eins og þau