Iðunn - 01.06.1884, Blaðsíða 154
216 George R. Sims:
vita, að ekkja hans og barn væri nú komin þar á
heimilið.
»Látið þið mig fá barnið!« sagði Jóhanna gamla
alt í einu, og tók Eirík litla í fang sér og kysti
hann innilega. »Bíðið þið hér á meðan! Ég skal
sjálf annast um alt saman.o
Ekkjan fclst á það, sem Jóhanna vildi, og sagði
hún við drenginn, að hann skyldi ekki vera hræddr,
en fara inn með góðu konunni og heilsa afa sínum.
Eiríkr litli hafði heyrt talað um veslings gamla afa,
sem hann ætti að fara að finna; og meðan skipið var
á ferðinni yfir Atlantshafið, hafði hann oft spurt, hve
nær þau kæmu nú til Englands, þar sem afi ætti
heima. Hann kysti nú á fingr sér og sendi mömmu
sinni brosandi þá kveðju, og lofaði Jóhönnu, sem var
svo undr góð við hann, að bera sig í fanginu inn í
stofuna, þar sem afi hans sat.
Séra Hreinn svaf enn. Jóhanna setti drenginn
gætilega niðr við hlið afa síns, og bað hann að tala ekk-
ert, fyr en afi hans vaknaði. Svo settist hún sjálf
fyrir framan eldinn, eins og hún hafði verið vön að
gjöra fyrrum, meðan Eiríkr hennar var barn. Svo
söng hún með sinni gömlu rödd skozkt kvæði undir
viðkvæmu og áhrifamiklu lagi, en það kvæði hafði
verið uppáhalds-söngr fiiríks á æskuárum hans.
Smátt og smátt fór prestrinn að tala upp úr svefnin-
um. Orð og lag kvæðisins, sem honum voru kunn
að fornu fari, fléttuðust nú í draum hans. oSyngdu
fyrir hann, Jóhanna,« sagði hann upp úr svefninunb
»syngdu fyrir hann! Syngdu fyrir Eirík!«
þegar drengrinn heyrði nafn sitt nefnt, leit hann
upp og tók hægt í hönd afa síns. Séra Hreinn fér