Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1920, Blaðsíða 19
11
Bókin hefir inngang (kap. 1.—5.) og niðurlag (106.- 108.
kap.), en skiftist annars i 5 aðalkafla, sem hver er að nokkru
leyti heild út af fyrir sig.
Fyrsli aðalkaflinn tekur yfir kapitulana 6.-36. og er um
englana. Er þar sagt frá falli englanna og frá afkomendum
þeirra, risunum, sem orðið hafi að illum öndum. Er þelta
nákvæm Ij'sing á þvi, sem drepið er á í 6. kap. 1. Móse-
bókar. Segir 1. Enoksb. svo frá, að þegar englarnir, synir
Þá hefir spá af speki þess hæsta
spurt og numið Enok fróði,
og stungið fingri á straffið stærsta,
er stæði til af tvennu flóði.
Framkomið er og fylt það eina,
þá fórst i valni alheimsvera,
hið eldlega eftir er jeg meina,
sem endir mun á veröld gera.
Hafði Enok svo hátt embætti,
hvar fyrir sá dýrðarmaður
virta minning vera ætti,
var hann snemma tileinkaður.
Siraks andi segir að væri
sjálfum guði þóknanlegur
eðladyggur Enok kæri,
það allra manna er hæsti vegur.
Barnafaðir við húskap þreyta,
hann blessun hjelt en engi lýti,
kjörvin guðs ei kaus að heita
klaustramaður nje eremíti.
Sá var Enoks sóminn liæstur,
sem oss birtir ebresk glósa,
að guði sínum gekk hann næstur,
guðs því andi virtist lirósa.
Móses orðtak svo frá segir,
(sem sjerlegt er fyrir augum mínum),
Enoks voru það eðlavegir,
Enok fylgdi guði sínum.
Merkingarríkt það mál útlagði
Marteinn doctor trúarhreini,
þá glóseran yfir Genesin sagði,
að guðlegan lifnað andinn raeini«.