Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1920, Page 23
15
3. Erfðaskrár œttfeðranna tólf.
Rit þelta segir frá sonum Jakobs og frá því, er hver ætt-
feðranna á dánarbeði eða skönimu fyrir dauða sinn talaði
til sona sinna. Er efni hverrar af erfðaskránum þrennskon-
ar: Fyrst er hver ættfeðranna látinn segja æfisögu sina, síðan
hvetur hann til dygða eða varar við löstum, og loks spáir
hann um framtið ætlstofns sins eða þjóðarinnar í heild sinni.
Er ritið hásiðferðilegt og sýnir fram á, hversu syndir ætt-
feðranna eigi að vera lil varnaðar, en heldur fram dygðum
þeirra til fyrirmyndar. Felst aðalgildi ritsins í siðakenning-
um þess, sem sumar eru mjög fagrar og háleitari en kenn-
ingar gamla testamenlisins um samskonar efni. Má þar eink-
um nefna kenningar ritsins um að fyrirgefa mótgerðamönn-
um, og ummælin um að elska guð og náunga sinn. Bóldn
var vegna þessara fögru siðakenninga sem vænta málti mikils
metin innan kristilegrar kirkju. Enda eru ýms ummæli erfða-
skránna þess eðlis, að enginn gat hafa skrifað þau, nema
kristinn maður. Leiddi þetta suma til þeirrar skoðunar, að
hókin væri samin at kristnuðum Gyðingi. En sje þessi skoð-
un betur athuguð út frá efni og hugsunarferli bókarinnar,
sjest að hún getur alls ekki staðist. lDvi margar aðalskoðanir,
áhugamál og hugmyndir bókarinnar eru svo gyðinglegs eðlis
og benda svo eindregið lil ákveðins tíma fyrir Krists hurð,
að ekki er hægt að efast um, að þær stafi frá gyðingdómin-
um, en ekki frá kristnum manni. Þýskur maður, að nafni
Grahe, er fyrslur gaf út gríska texta bókarinnar, skýrði þess-
ar andstæður bókarinnar, — annarsvegar sjergyðinglegu um-
mælin, sem frá kristnum mönnum gátu ekki verið runnin,
þótt Gyðingatrúar hefðu verið áður, og hinsvegar sjerkristi-
legu úmmælin, — á þann hátt, að frumhöfundur bókarinn-
ar hafi verið Gyðingur, en kristinn maður síðar bælt hjer
og hvar ýmsum ummælum inn i. Er þessi skoðun nú talin
óhrekjandi og telja fræðimenn vorra tíma bókina ritaða á
fyrstu öld eða jafnvel um 100 fyrir Krists burð, en með
innskotum frá síðari tímum frá hendi krislins höfundar
(sennilegast frá 2. öld e. Kr.).
Erfðaskrárnar hafa verið samdar á Gyðingalandi og senni-
legast allar frumritaðar á hehresku eða arameisku. Er ein
af erfðaskránum, E. Naftali, til vor komin á hebreskri
tungu, en annars eru þær til vor komnar í þýðingum á
grísku, armensku og slafnesku máli og á latinu. Griska text-