Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1920, Qupperneq 26
18
synd (7, 1.). Hvetur hann syni sína til að breyta eftir sjer i
dygðugu liferni og stunda sömu störf, sem hann hafi gert,
og spáir illu fyrir ætlinni, ef út áf sje hrugðið.
Annars eru tvenn ummæli í þessari erfðaskrá eftirtekta-
verð. Eru það ummælin um elskuna til guðs og náungans
í 5. og 7. kap. Minna þau á kærleiksboðorðið eins og Jesús
framsetur það. Þó dylst engum, sem les hvorulveggju um-
mælin, hve andinn er annar og alt dýpra í ummælum Jesú.
Þess ber samhengið alt ljósastan vott.
(6) Er/ðaskrá Sebúlons.
Sebúlon segist ekki vera sjer þess meðvitandi, að hann
nokkurnlíma á æfi sinni hafi sjmdgað, nema í hugsunum.
Ekki kveðst liann heldur vera sjer þess meðvitandi, að hann
hafi gert nokkrum manni rangt til, að undantekinni fávisku-
syndinni, er honum liafi orðið á við Jósef, er hann liafi
gengist undir það með bræðrum sínum, að leyna föður sinn
athæfi þeirra. Annars hafi hann fundið mjög til með Jósef
og reynt að verja hann eflir bestu getu. Ekki hafi hann
lieldur nolið nokkurs af peningunum, sem bræðurnir fengu er
þeir seldu Jósef lil kaupmannanna. Biður hann syni sína að
auðsýna hverjum manni meðaumkvun og miskunnsemi, eins
og hann hafi gci t, svo guð geti miskunnað þeim. Ivveðst hann
hafa miðlað öðrurn eftir mætli og fundið til með þeim, er
bágt áltu, enda hafi drotlinn veitt sjer blessun sina. En eftir
því, sem maður breyti við náunga sinn, breyti guð við hann.
— Einnig áminnir hann niðja sína um að halda saman, því
að ef sundrung risi meðal þeirra, muni þeim illa farnast. Sje
því likt farið og um vatnsföllin; þegar vötnin leiti öll í einn
farveg, renni þau frjáls fram yfir hvað sem fyrir sje; en
dreifist vötnin og verði að mörgum smálækjum, svelgi jörðin
þau í sig og þau hverfi (9, 1. n.).
(7) Er/ðaskrá Dans.
Dan talar mjög alvarlega til sona sinna um skaðsemi reið-
innar og lýginnar, sýnir fram á hve mikið ilt leiði af slík-
um löstum og varar niðja sína við þeim, en hvelur hvern
mann til að tala sannleika við náung asinn (5, 2.). Spáir ælt-
inni óhamingju, þegar brotið sje móli þessum áminningum,
en segir fyrir sældar og friðartima, þegar þeir aftur iðrist og
bæti ráð silt. IJá muni drollinn búa meðal þeirra og hinn
heilagi ísraels ríkja yfir þeim.
Eftirtektavert er það, að guð er í 5, 2. nefndur frið-