Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1920, Page 43
35
eignasl afkvæmi, en að þeim tíma liðnum hafi drottinn
heyrt bænir sínar og gefið sjer son. Hafi hún haft mikið
fyrir uppeldi sonarins og sjeð honum fyrir kvonfangi, er
hann var orðinn fulltíða. En er hann hafi gengið inn í
brúðarhúsið, hafi hann dottið dauður niður (9, 26.—10, 4.).
Esra ávítar konuna fyrir, að hún skuli berast svo lílt af út
af dauða sonar sins, þar sem það, er valdi henni svo mikils
harms, megi smávægilegt teljast í samanburði við sorgar-
efnið mikla, fall og eyðingu borgarinnar helgu (10, 5.—24.).
lJá Ijómaði alt í einu af auglili konunnar, hún æpti háslöf-
um og jörðin tilraði. En samstundis hvarf konan, en í henn-
ar stað birtist borg ein mikil. Yarð Esra mikið um sýn
þessa og kallaði á Úríel engil sjer til hjálpar (10, 25.-28.).
Engillinn kom óðar og styrkti Esra og gaf honum skýringu
á vilruninni. Konan væri Síon. En þrjátíu ára barnleysis-
tími konunnar merkti það, að 3 þúsund ár hefðu liðið yfir
heiminn án þess að nokkrar fórnir hefðu verið færðar. Að
þeim 3 þús. árum liðnum hafi Davíð bjrgt borgina og fært
fórnir. Þá fæddi óbyrjan son sinn. Dauði sonarins merkti
aftur á móti fall og eyðingu borgarinnar. En til þess liafi
Esra verið sýnd borgin í vitruninni, að hann skyldi huggast
fáta og ekki örvænta (10, 29.—60.).
Fimta vitrunin (11, 1.—12, 51.). í draumi sjer Esra örn
slíga upp úr liafinu. Hafði örninn tólf vængi og þrjú höfuð.
Vængir arnarins náðu yfir alla jörðina og út úr þeim uxu
aðrir minni vængir, alls átta að tölu. En höfuðin voru mis-
stór og var miðhöfuðið þeirra stærst. Örninn Ijet berasl á
vængjum sínum og náði völdum yfir allri jörðinni. Hej'rðist
rödd frá miðjum búk arnarins, sem talaði til vængjanna og
sagði þeim, að þeir skyldu riki laka, eliki allir í einu, heldur
hver á eftir öðrum. Ríktu vængirnir hver eftir annan og hurfu
að því búnu. Hið sama átti sjer stað um tvo af smávængjun-
um. Voru þá aðeins eftir höfuðin þrjú og 6 smávængir.
Tveir smávængjanna greindu sig frá hinum og hjeldu sig
undir höfðinu hægra megin. Hinir fjórir smávængirnir vildu
ná völdum, en tveir hurfu og höfuðin ej’ddu hinum. Tóku
höfuðin þá að ríkja. Fyrst ríkli miðhöfuðið, en eftir að það
var horfið, ríktu hin höfuðin bæði, uns höfuðið hægra meg-
in át höfuðið vinstra megin (11,1.—35.). Sá Esra þá Ijón og
lieyrði það tala mannamáh Talaði það til arnarins, nefndi
örninn fjórða dýrið, sem drottinn hefði Jjeð vald yfir heim-
inum, og boðaði lionum, að hann skyldi afmást og að engr