Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1920, Qupperneq 76
68
B Og jeg undraðist klettana, jeg undraðist gjána, já, jeg undr-
aðist stórum«.
Lögun jarðarinnar hugsuðu G}rðingar sjer á þessu tima-
bili annaðhvort sem flata kringlu eða lalað er um fjögur
skaut jarðarinnar.
Á einum stað í gamla testamentinu kemur fram hug-
myndin um, að jörðin svífi í tómum geimnum.1) Annars
hugsuðu Gyðingar sjer jörðina líkt og byggingu grund-
vallaða á undirstöðum eða stólpum og stoðum, sem hleypt
væri niður í hafdjúpin undir jörðunni. Þessi skoðun kemur
fram í opinberunarritunum. Er þar talað um stoðir jarðar2)
og hyrningarstein jarðarinnar.8) Kringum jörðina var haf.
Nær jörðin frá hafi til hafs og takmarkast á alla vegu af
hinu ysta hafi.
4. Undirheimar.
Hugmyndirnar um undirheima voru mjög á reiki á síð-
gyðingdómslimabilinu og sífelt að breytast, bæði að því leyti,
hvernig staðurinn sje, og eins að hinu, hverir þangað fari
og þar eigi verustað.
Tvær gagnólíkar skoðanir á dvalarstað hinna dánu börð-
ust um yfirráðin. Var elsta skoðunin sú, að i undirheimum
væru dánarheimar, scheol, hades, hel, og að allir færu
þangað eftir dauðann. Væru dánarheimar dimmur staður og
dapurleg vistin þar og engin aðgreining góðra og vondra.
En síðar breyttust hugmyndirnar smátt og smátt, uns farið
var að aðgreina vistarverurnar í liades og þar verður bæði
sælu- og vansælustaður. Var sú breyting á hugmyndunum
sennilega orðin um 100 fyrir Krists burð. Kemur þessi skoðun
fram i 22. kap. 1. Enoksbókar, þar sem greint er með svo-
feldum orðum frá þremur mismunandi vistarverum í undir-
heimum:
»22 1 Og þaðan fór jeg i annan stað og hann sýndi mjer
í vestri annað mikið fjall og hátt úr hörðum klettum. 2Í
það voru þrjár dældir, djúpar og viðar, og mjög sljettar.
Og jeg sagði: Hvers vegna eru dældirnar sljettar og djúpar
og dimmar í að líta? 3 Og Rafael, einn hinna heilögu engla,
sem með mjer voru, svaraði og sagði við mig: Þessar dældir
1) Job 26, 7.
2) 1. En. 57, 2.
3) 1. En. 18, 2.