Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1920, Page 85
77
gera þessa hluti: Hvorki aumkast bróðir yfir bróður sinn,
nje faðir yfir son sinn, nje börn yfir foreldra sína, heldur
kemur alt ilt af vindrykkju, svo sem morð, hórdómur, saur-
lífi, meinsæri, þjófnaður og því um líkt. Og engu góðu heflr
það komið til leiðar«.
3. Uppruni illu andanna.
Á uppruna djöfulsins og illu andanna eru aðallegast til
tvær skoðanir, er koma fram i síðgyðingdómsritunum, önn-
ur sú, að þeir sjeu sálir risanna, sem voru afkomendur
föllnu englanna, en hin, að þeir sjeu fallnir englar. Fyrnefnda
skoðunin kemur fram í 1. Enoksbók. Þar er nákvæmar
skýrt frá því, sem sagt er frá í 6. kap. 1. Mósebókar. Segir 1.
Enoksbók svo frá, að þegar englarnir, synir himinsins, hafi
sjeð hinar fríðu dætur mannanna, hafi þeir girnst að taka
sjer konur meðal þeirra. Hafi Semjasa foringi þeirra gengist
fyrir þessu, en alls hafi 200 englar yfirgefið himininn og
gengið að eiga dætur mannanna. Hafi þær fætt þeim sonu
og hafi það verið ógurlegir risar, þrjú þúsund álna háir,
óseðjandi með öllu, er gerðust mannætur. Leiddi þelta alt
til hinna mestu vandræða og spillingar meðal mannanna.
Báru erkienglarnir þá vandkvæði mannanna fram fyrir guð,
og ákvað hann, að binda skyldi Semjasa og fjelaga hans og
geyma bundna til dómsdags, en risarnir skyldu látnir deyða
hverir aðra í augsýn feðra sinna. Fengu þeir eftir dauðann
bústað sinn á jörðunni, þar sem þeir voru fæddir. Pinast þeir
þar af hungri og þorsta, og vinna að því að gera alt það
ilt, sem þeim er unt. Þetla eru vættir þær, sem nefndar eru
illir andar á jörðunni. Bókin segir nákvæmlega frá öllu
þessu1) og er því meðal annars lýst á þessa leið:
»6 1 Og svo bar við, þegar börnum mannanna fjölgaði, að
þeim fæddust fríðar og fallegar dætur á þeim dögum. 2 Og
englaruir, börn himinsins, sáu þær og girntust, og sögðu
hver við annan: Vjer skulum fara og velja oss konur meðal
barna mannanna, og geta oss börn. 3 Og Semjasa, sem var
foringi þeirra, sagði við þá: Jeg er hræddur um að þjer komið
yður ekki saman um að gera þelta, og eg verði svo einn að
bæta fyrir hina miklu synd. 4 Og þeir svöruðu honum allir
og sögðu: Vjer skulum sverja eið, og allir binda oss með
sameiginlegum formælingum til þess að hælta ekki við þessa
1) í 6. og næstu kap.