Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1920, Qupperneq 102
94
segja getur svo farið, að hann heiðri þig líka og haldi friði
við þig. 7 Og ef hann er blygðunarlaus og heldur áfram ill-
verkum sinum, — jafnvel þá skaltu fyrirgefa honum af
hjarta og lát guði eftir hefndina«.
Um elsku til guðs og náungans er einnig talað í erfða-
skránum. Eru þau ummæli einnig stórmerkileg og sýna oss
hve göfugustu sálir þessa limabils voru komnar langt í þvi
að skilja, hver væri kjarni alls lögmálsins. Ummælin eru
orðuð á þessa leið:
»Elskið drottin og náunga yðar,
hafið meðaumkun með fátækum og ríkurm.1)
»Elskið drottin alla æfi yðar
og hver annan með tryggu hjarta«.2)
Og íssakar er látinn segja í erfðaskrá sinni:
»Jeg elskaði drottin,
og á sama hátt einnig sjerhvern mann af öllu hjarta«.s)
Ynis önnur fögur siðgæðisfyrirmæli finnast i erfðaskrán-
um. Er þar varað við hatri, lýgi, öfuud, losta og ágirnd og
öðrum almennum löstum, en alvarlega hvatt til umburðar-
lyndis, sannsögli, kærleika, skírlífis, veglyndis og íleiri fag-
urra dygða. Af þeim ummælum má benda á þessi:
Erfðaskrá Dans:
»3 2 Því að reiði er blindni og hún leyfir engum að líta
rjettum augum á annan mann. 3 Þótt það sjeu foreldrar
lians, kernur reiður maður fram við þau sem óvini; þótt
það sje bróðir, þekkir hann hann ekki; þótt það sje spá-
maður droltins, þá hlýðir hann honum ekki; þótt það sje
rjettlátur maður, þá virðir hann hann ekki; þótt það sje
vinur, þá kannast hann ekki við hann. 4 Þvi að andi reið-
innar hefir flækt hann í svikaneti og blindað augu hans og
myrkvað huga hans nteð lygum, en gefið honurn sina eigin,
sjerstöku sýn«.
Erfðaskrá Símeons:
»3 1 Og nú, börnin mín, hlýðið á mig. Varist anda svika
og öfundar. 2 Því að öfundin rikir og ræður yfir öllum huga
mannsins, og leyfir honum hvorki að eta nje drekka, nje
gera neitt gott. 3 En stöðugt blæs hún honum þvi i brjóst,
1) E. íss., 5, 2.
2) E. Dans 5, 3.
3) 7, 6.