Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1920, Síða 104
96
hefir vínið sem þjón til þess að gleðja og hvorttveggja stelur
líka huga mannsins. 3 Því að ef maður drekkur vín og verð-
ur ölvaður, þá truflast líka hugur hans af saurugum hugs-
unum, sem leiða til hórdóms, og æsa likamann til holdlegra
samfara. Og ef tækifæri lostans er fyrir hendi, þá fremur
hann syndina og blygðast sín ekki. ... 7 Því að mikillar
gætni er þeim þörf, sem drekkur vín. Og í þessu er fólgin
gætnin í víndrykkju, að maðurinn má drekka meðan hann
gætir hæversku. 8 En ef hann fer yfir þessi takmörk, þá
ræðst andi svikanna á hann og lælur drykkjurútinn verða
klúran i máli og brjóta (boð guðs), og hann blygðast sín
ekki fyrjr, lieldur þykir jafnvel sómi að skömmunum, og
telur sjálfan sig virðingarverðan.
ÍO 1 Gætið hófs í vínnautn, börnin min! Því að í víninu
eru fjórir illir andar: andi loslans, andi æstra tilhneiginga,
andi blygðunarleysis og andi rangfengins gróða. 2 Ef þjer
drekkið vín í glaðværð, þá verið hæverskir i guðsóttanum.
Því að ef guðsóltinti skilur við yður í glaðværð yðar, þá
verðið þjer druknir og blygðunarle}'sið stelst að yður. 3 En
ef þjer viljið lifa skynsamlega, þá snertið alls ekki vin, þvi að
annars gætuð þjer syndgað með reiðiorðum, barsmiðum og
óhróðurburði og með því að brjóla boðguðs, og þjermunuðfar-
ast fyrir tímann. * Enn fremur kemur vínið upp leyndarmálum
guðs og manna, eins og jeg lika kom upp boðum guðs og
leyndarmálum Jakobs föður míns i hendur kanversku kon-
unnar, dóttur Súa,1) sem guð bauð mjer að koma ekki upp.
5 Og vinið er orsök bæði ófriðar og óreglu«.
Fögur og eftirtektaverð siðgæðisfyrirmæli finnast einnig í
öðrum af opinberunarritunum. Má sjerslaklega benda á mörg
ummæli í 2. Enoksbók. Þar eru menn hvattir til rjettsýni
gagnvart hverjum, sem i hlut á;8) til kærleika og góðgerða-
semi,8) en varaðir við að sverja eða hefna sín. Þau ummæli
eru merkileg og hljóða svo:
t)1 Jeg sver yður, börnin mín, en jeg sver engan eið, hvorki
við himin nje jörð, nje neina aðra skepnu, sem guð heflr
skapað.
Drottinn sagði: ,Það er enginn eiður í mjer nje heldur
ranglæti, heldur að eins sannleikur*. Ef enginn sannleikur
1) Sjá Gen. 38, 2.
2) 42, 7.
3) 51, 1.; 9. kap.