Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1920, Side 117
109
einn i mætti sínum og umlykja þá með múr svo sem af
brennanda eldi. Lausir við ófrið skulu þeir vera í borg og
bygð. Hin hræðilega hönd hernaðarins skal ekki snerta þá,
því að hinn eilífi sjálfur er forvígismaður þeirra og hönd
hins heilaga (hlífir þeim). Þá munu allar eyjarnar og borg-
irnar segja: En hvað hinn eilífi elskar þessa menn! Því að
allir hlutir samverka þeim og hjálpa, himininn og vagn
guðs, sólin, og tunglið. Inndæl orð líða af vörum þeirra í
lofsöngum: Komum, föllum allir til jarðar og biðjum hinn
eilífa konung, hinn máttuga guð, sem varir að eitífu. Förum
i skrúðgöngu til musteris hans, þvi að hann einn hefir
valdið. Og allir skulum vjer hugleiða lögmál hins hæsta
guðs, sem er rjettlátastur allra á jörðunni. En vjer höfðum
farið afvega frá vegum hins eilífa og með heimsku hjarta
tilheðið handaverk manna, skurðgoð og líkneski dauðra
manna. Því munu sálir hinna trúuðu hrópa: Komum, föll-
um fram á ásjónur vorar, allur lýður guðs, og gleðjum guð
föður vorn með lofsöngum i öllu starfl voru. Úthúum oss
með vopnum óvinanna um alt land allan ársins hring um
sjö ára skeið, törgum og skjöldum og hjálmum og miklum
fjölda af allskonar vopnum, ógrynni af bogum og örvum og
kastspjótum. Því að jafnvel viður skal ekki högginn verða
úr skógarþykninu handa björtum eldinum. . . .
En þegar þessi örlagariki dagur nær fyllingu sinni og
dómur hins eilífa guðs gengur yfir dauðlega menn, þá mun
mikill dómur koma yfir mennina og mikið riki (verða
stofnað). Þvi að jörðin, móðir alls, skal gefa dauðlegum
mönnum sina bestu ávöxtu og óþrjótandi forða af korni,
vini og oliu. Já, frá himni skal koma inndæll drykkur úr
gómsætu hunangi, og trjen skulu hera rjetta ávöxtu, og
feitar hjarðir og kýr og lömb og kið (munu vera). Hann
mun láta spretta upp sætar lindir með hvítri mjólk. Og
borgirnar skulu fullar vera af góðum hlutum og akrarnir
ríkulegir. Og ekki skal sverð vera til í landinu nje orruslu-
dynur. Og ekki skal jörðin framar engjast með djúpum
stunum. Ófriður nje þurkar skulu ekki framar yfir landið
koma, ekki hallæri nje hagljel, til að skemma uppskeruna.
En friður skal vera um alla jörðina, og konungar skulu
vinir vera til enda aldarinnar. Og sameiginlegt lögmál mun
hinn eilífi á stjörnuprýddum himninum fullkomna handa
mönnum um öll þau verk, sem vesalir, dauðlegir menn
vinna. Því að hann einn er guð, og enginn er guð nema