Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1920, Blaðsíða 123
115
byltingu i Messiasarvonum Gyðinga, og mun það, að Símon
Makkabei og eftirmenn hans sameinuðu æðstaprests- og
konungstign, hafa mótað þessar hugmjmdir. Yar þá um 30—
40 ára skeið voninni um Messías af Júdaættkvisl slept, en
farið að búast við Messíasi af Leviætt. Síðan breytist þetta
aftur og vonin um að Messías verði af Júdaæltkvísl nær
aftur tökum á mönnum.
Sumt er fallegt og háleitt í liugmyndum þessum um
Messías, er vjer kynnumst í erfðaskránum, t. d. er þar sagt,
að Messias eigi að vera syndlaus og framganga í auðmýkt
og rjeltlæti. Skulu hjer nú selt hin helstu af þessum Messí-
asarummælum erfðaskránna:
Erfðaskrá Rúbens 6, 11.:
»Því að hann skal blessa Israel og Júda vegna þess, að
drottinn hefir kjörið hann lil að vera konungur yfir öllum
þjóðum«.
Erfðaskrá Levi:
»8 14 Hinn þriðji skal nefndur verða nýju nafni, vegna
þess að konungur skal upprísa í Júda og skal koma á fót
nýrri prestastjett. ... 15 Og komu hans er fagnað eins og
spámanns hins liæsta, af sæði Abrahams föður vors.
18 2 Þá mun drottinn vekja upp nýjan prest.
Honum skulu birt verða öll orð drottins;
og hann skal framkvæma rjettlátan dóm á jörðunni um
langan aldur.
8 Og stjarna hans skal risa á liimnum eins og konungs-
stjarna,
og I5rsa upp Ijós þekkingarinnar eins og sólin lýsir upp
daginn,
og hann skal miklaður verða í heiminum.
4 Hann skal skína eins og sól á jörðunni,
og hrekja burt alt myrkrið uridir himninum;
og friður skal vera á allri jörðunni,
5 Himnarnir munu fagna á hans dögum,
og jörðin gleðjast
og skýin fagna.
Og þekking drottins skal flæða yfir jörðina eins og sjávarílóð,
og dýrðarenglar auglitis drottins skulu gleðjast í honum.
cOg himnarnir skulu opnast,
og úr dýrðarmusterinu koma heilagleiki yfir hann
með rödd föðurins, eins og rödd Abrahams til ísaks.