Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1920, Blaðsíða 134
126
upp úr hjarta sjávarins. 62 Og hann sagði við mig: Eins og
enginn gelur reynt eða vitað hve djúpur sjórinn er, þannig
getur enginn maður á jörðu sjeð son minn, eða þá, sem
með honum eru, fyr en dagur hans kemur. 53 l5elta táknar
draumurinn, sem þú hefir sjeð. . . .
14 7 Og nú segi jeg þjer þetta:
8 Táknin, sem jeg hefi sýnt þjer, draumana, sem þú hefir sjeð,
og ráðningarnar, sem þú hefir heyrt — legðu þær þjer á
hjarta! 0 Þvi að þú skalt tekinn verða upp frá mönnunum,
og upp frá þvi skalt þú vera hjá syni mínum, og með þeim,
sem þjer eru líkir, þar til tímarnir enda«.
Mjög einkennileg eru ummælin i 7. kap. um dauða Messí-
asar eftir 400 ár:
»Því að sonur minn, Messias, skal birtast og þeir, sem
með honum eru, og hann mun gleðja þá, sem eftir lifa, í
fjögur hundruð ár. Og það mun verða, eftir þessi ár, að
sonur minn, Messías, mun deyja, og allir þeir, sem manns-
anda draga. Þá mun jörðin ganga inn í þögn frumtímans í
sjö daga, eins og í fyrstu byrjun, svo að enginn maður verður
eftir á lífk.1)
Eins og sjest af ummælum þessum, er »apokalyptiska«
Messiasarskoðunin bæði andlegri og viðfeðmari en jarðneska,
þjóðbundna konungshugmyndin, og henni að mörgu leyti
ólík. Samsvarar hún eðlilega andlegri guðsríkisskoðununum,
sem hjer á undan hefir verið lýst. Að vísu neitar þessi stefna
því ekki, að Messias sje maður. En hann er ólikur öllum
öðrum mönnum. Hann er frummaðurinn, geymdur hjá guði
frá eilífð. í skýjum himins átti hann að koma frá himnum
niður til jarðarinnar. Hann átti að koma til dóms, ekki að-
eins yfir óvinum ísraels, heldur yfir öllum heimi. Hann
átti að vera allieimsdómarinn, allur dómur var honum,
mannssyninum, á hendur falinn.
En Messías átti samkvæmt hugmyndum þessarar stefnu
ekki aðeins að vera dómarinn, heldur einnig sá, er flytti
mannkyninu gæði hjálpræðisins. Er 4. versið i 48. kap. 1.
Enoksbókar sjerstaklega eftirtektavert i því sambandi (sjá
bls. 120).
Þá eru ummælin í 26. og 29. v. 13. kap. 4. Esrabókar, sem
prentuð eru hjer á undan, einnig eftirtektaverð til saman-
burðar, þótt þau sjeu ekki rituð fyr en æði löngu eftir Krists
1) 28.-30. v.