Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1920, Síða 140
132
heldur haldið yður Ijarri ofbeldisverkum þeirra; þvi að þjer
rnunuð verða fjelagar hersveita himinsff.1)
í opinberunarbók Barúks sýrlensku eru hvorartveggju
þessar skoðanir sameinaðar á merkilegan hátt. Bókin heldur
þvi fram, áð jörðin muni skila hinum dánu eins og þeir
voru meðan þeir lifðu jarðlífi, og sje tilgangurinn sá, að
hinir dánu geti þekt hverir aðra og sannfærst um, að þeir,
sem á undan þeim voru farnir, sjeu aftur komnir og endur-
lifgaðir. En þá kemur dómurinn og breyting vcrður á rjett-
látum og ranglátum í samræmi við kjör þau, er i dóminum
eiga að verða hlutskifli þeirra. Hinir óguðlegu verða ófrýnni
útlits en þeir áður voru og bera merki kvalanna, sem þeir
verða að líða. En hinir rjettlátu eiga að ummyndast til meiri
fegurðar en þeir áður áttu og eignast Ijóss- og dýrðarljóma,
er geri þá hæfa til hluttöku í hinum óforgengilega heimi.
Dýrð hinna heilögu er jafnvel lalin að gela orðið meiri en
hinna heilögu engla. Ummælin i heild sinni eru þannig:
»49 1 Samt sem áður ætla jeg aflur að spyrja þig, ó, þú
máttugi, já, jeg hið hann, sem skapaði alla hluti, um náð.
2Í hvaða líkama munu þeir lifa, sem lifa á þinum dögum?
Eða hvernig mun vara ljómi þeirra, sem eru eftir þann
tíma?
Taka þeir á sig þá mynd, sem nú er
3og íklæðast fjötrum þessara lima,
sem nú eru í hinu illa,
og syndin fullkomnast í?
Eða ætlar þú að breyta þessum hlutum, sem í heiminum
hafa verið,
eins og þú umbreytir heiminum sjálfum?
50 1 Og liann svaraði og sagði við mig: »Heyr, Barúk,
þelta orð,
og skrifa i minni hjarta þíns, all sem þú lærir.
3 Því að jörðin mun sannarlega skila aflur hinum dauðu.
Hún gerir enga breytingu á mynd þeirra,
heldur skilar þeim eins og hún tók við þeim,
og eins og jeg hefi fengið henni þá, mun hún láta þá
upp rísa.
3 Þvi að þá mun verða nauðsynlegt að sýna þeim, sem lif-
andi eru, að hinir dánu hafa tekið að lifa aftur, og að þeir,
sem burtu voru farnir, eru komnir aftur. 4 Og svo mun bera
1) Sbr. 2. Bar. 51, 5. 10. 12.