Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1920, Blaðsíða 148
140
engan varanlegan samastað eftir viðskilnaðinn við líkamann,
en verða að ráfa um, sihryggar og sorgmæddar, kvaldar á
sjöfaldan hátt. Er þvi, sem kvelur þær, lýst á þennan hátt:
y>’7' s' Fyrsta kvölin (er), að þær hafa fyrirlitið lögmál
hins hæsta. 82 Önnur kvölin, að þær geta nú ekki iðrast
rjettilega til lífs. 83 F’riðja kvölin, að þær sjá launin, sem
geymd eru þeim, sem trúðu sáttmála hins hæsta. 81 Fjórða
kvölin, að þær sjá kvalirnar, sem þeim sjálfum eru geymdar
til síðustu daga. 86 Fimta kvölin, að þær sjá, hvernig englar
varðveita bústaði annara sálna í djúpri rósemi. 86 Sjötta
kvölin, að þær sjá, hvernig þær verða nú þegar að fara i
kvalir. 87 Sjöunda kvölin, sem er meiri öllum hinum áður-
nefndu (er sú),
að þær munu vanmegnast af blygðunarsemi,
eyðast af smán,
og visna af ótta.
Þar eð þær sjá dýrð hins hæsta, og þær syndguðu frammi
fyrir honum í lífinu, og eiga fyrirbúinn dóm frammi fyrir
honum á efsta degi«.
Kjör þeirra, sem gengið hafa á vegum hins hæsta, verða
þar á móti þessum gagnstæð. Þegar sál þeirra skilur við
hinn dauðlega likama, fer hún til guðs, sem gaf hana, og
þar njóta sálirnar hvildar í sjöfaldri sælu. Er sjöföldum fögn-
uði þeirra lýst með svofeldum orðum:
»7' 92 Fyrsta gleðin (er sú), að þær hafa átt i harðri bar-
áttu og kvalafullri til þess að sigrast á meðfæddum illum
hugsunum, svo að þær leiddust ekki afvega frá lifi til dauða.
93 Önnur gleðin, að þær sjá refilstiguna, sem hinir óguðlegu
ráfa um, og hegninguna, sem bíður þeirra. 94 Þriðja gleðin,
að þær sjá vitnisburðinn, sem skapari þeirra ber þeim um,
að meðan þær lifðu, hafi þær trúlega haldið lögmálið, sem
þeim var gefið. 93 Fjórða gleðin, að þær þekkja hvildina,
sem þær njóta nú i djúpri rósemi varðveittar af englum, er
þær hafa safnast saman í bústaði sina, og dýrðina, sem
biður þeirra við síðari endalok þeirra. 96 Fimta gleðin, að
þær fagna yfir því að hafa losnað við forgengileikann, og að
eiga að erfa það, sem í vændum er; enn fremur fagna þær
yfir því að sjá erfiðleika þá og þjáningar, sem þær hafa
verið leystar frá, og hið víðfeðma frelsi, sem þeim er fyrir-
búið að fá með fögnuði og ódauðleika. 97 Sjötta gleðin, að
þeim er sýnt, hvernig andlit þeirra eiga að skína eins og
sólin og hvernig þær eiga að verða látnar likjast Ijósi stjarn-