Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1920, Side 151
' 143
bundnar eða andlegar. Má sem dæmi þess nefna ummæli
úr Enoksbókunum báðum og 4. Esrabók.
í 1. Enoksbók stendur:
»25 2 Þá svaraði jeg honum og sagði: Mig langar til að
vita um alt, en einkum um þetta trje. 3 Og hann svaraði og
sagði: Þetta háa fjall, sem á toppinn líkist hásæti guðs, er
liásæti hans, og þar mun hann sitja, hinn mikli og heilagi,
drottinn dýrðarinnar, hinn eilífi konungur, þegar hann
kemur niður til þess að færa jörðunni gæði. 4 En um þetta
ilmríka trje (þ. e. lífsins trje) er það að segja, að engum
dauðlegum manni er leyft að snerta það til hins mikla
dóms, þegar hann hegnir öllu og lætur (alt) enda að eilífu.
6 Það mun þá verða gefið hinum rjettlátu og heilögu. Avextir
þess verða fæða hinna úlvöldu. Það verður tekið upp og
gróðurselt að nýju á hinum heilaga stað (þ. e. hinni nýju
Jerúsalem) í musteri drottins, hins eilífa konungs.
6 Þá munu þeir fagna og vera glaðir,
og þeir munu fara til hins heilaga staðar,
og ilmur hans mun vera í heinum þeirra.
Og þeir munu lifa lengi á jörðunni,
eins og feður þeirra.
Og alla æfi mun engin sorg nje plága,
nje þjáning nje andstreymi mæta þeim«.
í 2. Enokshók er þessi lýsing:
»65 c Þegar alt sýnilegt og ósýnilegt sköpunarverk, eins
og drottinn skapaði það, á að taka enda, þá kemur hver
maður lil hins mikla dóms, 7 og þá nnin allur tími líða
undir lok, og árin líka. Upp frá því munu hvorki verða
mánuðir, dagar nje stundir. Þær verða festar saman og
verða ekki taldar.
8 Það mun verða ein öld, og allir hinir rjeltlátu, sem
standast hinn mikla dóm drottins, munu safnast saman í
hinni miklu öld, því að hin mikla öld er að renna upp
fyrir hina rjettlátu og þeir munu lifa eilíflega. 9 Og meðal
þeirra mun hvorki vera erfiði, sjúkdómur, læging, kvíði,
neyð, ofbeldi, nóít nje dimma, heldur mikið ljós.
10 Og þeir munu hafa múr mikinn, sem eigi er hægt að
niðurbrjóta, og Paradis hjarta og eilífa, því að allir fallvaltir
hlutir hverfa, en eilíft líf tekur við«.
í 4. Esrabók eru ummælin:
»8 62 Því að handa yður
er Paradís opnuð,