Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1920, Side 157
149
renna o. s. frv. Átti margvislegt böl að leiða at plágum þess-
um, þrautir og þrengingar og neyð.
Búist var einnig við grimmum og ægilegum hernaði og
árás frá óvinveittum völdum. Sibylluspárnar tala um Góg og
Magóg1) og vænta þess, að Neró komi aftur fram, handan
yfir Evfrat, og hefji ófrið þaðan og fremji illvirki2). Stundum
er hinu óvinveitta valdi líkt við dýr eða dreka3).
t*á væntu menn þess einnig, að hræðileg aukning syndar-
innar væri í vændum á undan heimsendi. t*á myndu rætast
orð Daníelsbókar um viðurstygð eyðingarinnar.
Skulu hjer tilgreind nokkur ummæli opinberunarritanna
um þessa fyrirboða heimsendis.
í 3. bók Sibylluspánna stendur:
»Nú mun jeg skýra þjer frá mjög augsýnilegum táknum,
svo að þú getir sjeð hvenær endir allra hluta kemur ájörð-
ina. Þegar sverð birtast á stirndum himninum að næturlagi,
bæði kvölds og morguns, og rykmekkir koma beina leið frá
himni til jarðar, og birta sólarinnar þverr um hádegi og
hverfur at himnunum og geislar tunglsins skina á jörðina.
Og tákn mun verða á klettunum og úr þeim drjúpa blóð-
straumar. í skýi munuð þjer sjá orustu fótgönguliðs og
riddara, eins og verið sje að veiða villidýr, eins og ryk-
þokuský«.4)
Himnaför Móse hefir þessa lýsingu:
»10 4 Þá mun jörðin titra; hún mun skjálfa til endimarka
sinna.
Háfjöllin munu lækka,
hæðirnar skjálfa og falla.
5 Og liorn sólarinnar munu brotin af og henni snúið i myrkur.
Og tunglið mun eigi gefa birtu sina, heldur snúast alveg
í blóð.
Og farbrautir stjarnanna munu ruglast.
6 Og sjórinn mun hverfa aftur i undirdjúpin,
og uppsprettur vatnsins bregðast,
og árnar þorna upp«.
í 2. Barúksbók er hörmungum síðustu timanna raðað i
tólf flokka, og skýrt frá i hvaða röð þær muni koma:
1) 3. bók, v. 319. 512.
2) 4. bók, v. 119. o. v.
3) Erfðaskrá Assers 7, 3.
4) v. 796.—808.