Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1920, Side 158
150
1 Og hann svaraði og sagði við mig: í tólf hluta
er þeim tíma skift, og er hver þeirra geymdur því, sem
honum er ákveðið. 2 A fyrsta hlutanum verður upphaf upp-
reista. 3A öðrum hlulanum verða dráp stórmenna. 4Áþriðja
hlutanum dauði margra manna. 5Á fjórða hlutanum send-
ing sverðsins. 6 Á fimta hlutanum hungur og skortur á regni.
7 Á sjötta hlutanum jarðskjálftar og skelfingar. 8 Á sjöunda
hlutanum . . .3) 0 Á áttunda hlutanum mikið af vofum og
árásum illra anda. 10 Á niunda hlutanum fellur eldur niður.
31Á tíunda hlutanum ránskapur og mikil ofbeldisverk. 12 Á
ellefla hlutanum vonska og óskirlífi. 13 Og á tólfta hlutanum
sambland og hrærigrautur af öllu þvi, sem nefnt er hjer
að framan«.
í 4. Esrabók er síðuslu hörmungunum meðal annars lýst
á þessa leið:
»S 1 Um táknin er þetla að segja:
Sjá, þeir dagar munu koma, þegar íbúar jarðarinnar verða
gripnir af miklum ótta,
og vegir sannleikans munu verða huldir,
og landið verða gróðurlaust að trú.
2 Og ranglæti mun vaxa fram yfir það, sem þú sjálfur sjer
nú, eða hefir heyrt um frá fyrri tímum. 3 Landið, sem þú
nú sjer voldugt, mun verða veglaus eyðimörk, menn munu
sjá það yfirgefið. 4 Ef hinn hæsti gefur þjer að lifa, munt
þú sjá það eftir þriðja (tímabilið) í óreglu.
Þá mun sólin alt í einu taka að skína um nætur
og tunglið á daginn.
5 Blóð mun renna úr trjám,
og steinar tala.
Þjóðirnar munu verða í uppnámi;
gangur (sljarnanna) mun breytast.
6 Og sá mun komast til valda, sem jarðarbúar vonast ekki
eftir; og allir fuglarnir munu flýja,
7og hafið mun kasta fiskum sínum á land upp.
Og sá, sem fáir þekkja, mun láta heyra raust sína að
næturlagi. Og allir munu heyra raust hans.
8Og jörðin mun opnast á stórum svæðum,
og eldur brjótast fram um langan tíma.
Yillidýrin yfirgefa bráð sina, og konur ala óburði.
l)l?Hjer vantar í textann.