Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1920, Síða 165
157
og mannúðarandi rikjandi. En þó er auðsætt, ef betur er
aðgætt, að sú stefna gat ekki verið heppilegur undirbúningur
undir víðsýnustu og andlegustu trúarbrögðin. Nægir þar að
benda á, hversu ströng hvíldardagshelgi, munkdómur og
meinlætaskoðanir er fjarlægt kristindóminum í sinni frum-
legustu mynd.
Um stefnu þá, er opinberunarritin lýsa fyrir oss, er alt
öðru máli að gegna. Þar ber ekki mest á fastmótuðum hug-
myndum eða einræningsliætti i eina eða aðra átt, heldur á
leitinni eftir sannleikanum, virðingunni fyrir öllum fróðleik
um þau efni, er háleit voru talin, og þránni eftir að traustið
til guðs mætti staðfestast i hjörtum manna. Því að þótt margt
sje i ritum þessum, sem næsta fjarlægt er hugsunarhætti
nútíðarmanna, má þó sjá, að bak við þálímahugmyndirnar
felast þau einkenni, sem nauðsynleg hlutu að vera til undir-
búnings víðsýnustu og andlegustu trúarbrögðunum. Þarf ekki
annað en minna á það, sem hjer að framan er sagt um
skoðanir ritanna á ábyrgð einstaklinganna, á skaðsemi synd-
arinnar og á handleiðslu guðs. Þvi að þrátt fyrir alt eru ritin
þrungin af bjartsýni trúarinnar, öruggri sannfæringu um sigur
hins góða. Þótt endurgjald dygðarinnar fáist ekki i þessum
heimi, megi þó treysta þvi, að guð muni sýna rjettlæti sitt
og endurgjalda sínum trúuðu. Þess endurgjalds megi vænta
annars heims, þvi að mannlífið hafi markmið sitt ofar jarð-
lifinu og æðsti og fullkomnasti veruleikinn sje ofar og ólíkur
þessum heimi. Þar muni rætast æðstu og háleitustu von-
irnar, sem bundnar sjeu við endalok þessa synduga og ófull-
komna heims.
Opinberunarritin birta oss innræti og hugsanaferil margra
Gyðinga um það leyti, er Jesús Kristur hóf starfsemí sína.
Þau sýna oss þrá eftir guðsþekkingu og þekkingu á öllu því,
sem háleitast vor talið og mest um vert. Og þau birta oss
einlæga löngun eftir lífi i rjettlæti og sælu, og þrá eftir þeim
tímum, þegar hið illa bíði lægri hlut, en hið góða sigri fyrir
tilstilli hins almáltuga og rjettláta guðs.
Óhælt má því fullyrða, að opinberunarritin, með skilningi
sinum á ábyrgð og gildi einstaklingsins og með breytlu og
andlegu framtíðarvonunum, hafi ált mikilvægan þátt í að
undirbúa jarðveginn fyrir kristindóminn og ryðja prjedikun
Jesú braut lil hjartna samtiðarmanna hans.
En best sjest þetta þó, þegar menn fá upplýsingar um, að
Galílea hafi verið það hjeraðið, þar sem opinberanastefnan