Árbók Háskóla Íslands - 02.01.1920, Síða 171
163
lega varð að tala. Tímarnir voru hættulegir og höfuudur
bókarinnar þegn þess ríkis, sem hann talaði um sem óvin-
inn versta. Þess vegna var gripið til líkingatalsins, ekkert
sagt bert, en á huldu, þó þannig, að hverjum þeim, er van-
ur var líkingamáli opinberunarritanna var greiður aðgangur
til skilnings á því, er átt var við.
Opinb. Jóh. segir til höfundar sins á líkan hátt og opin-
berunarrit síðgyðingdómsins. En margt bendir til þess, að
Jóhannes sá, sem talað er um í upphafi ritsins, hafi ekki
verið síðasti höfundur bókarinnar, heldur að eins útgefandi
eldri heimilda. Þykir sennilegast, að heimildirnar sjeu aðal-
legast tvær: Gyðinglegt opinberunarrit og rit Jóhannesar.
Þessi rit virðist höfundur hafa sameinað í bók sinni, heim-
fært þau upp á sinn tíma, og gert úr öllu kristilegan fagn-
aðarboðskap, um ósigur og eyðingu hins illa, en sigur hins
góða. Endurspeglast saga samtiðarinnar í bókinni, í safnað-
arbrjefunum, í 11., 14. og 17. kap. o. v. Sjáum vjer í bók-
inni mynd af hörmungatímum, ofsóknum, er kristnir menn
hafa orðið fyrir, að minsta kosti í skaltlandinu Asíu.
Þá eru vitranir og sýnir einkenni Opinb. Jóh. eins og op-
inberunarrita síðgyðingdómsins. Eru margar af sýnunum
stórfenglegar og fjarri öllum veruleika, eins og í gyðinglegu
opinberunarritunum, t. d. lýsingin í 12. kap. á tákninu, sem
birtist á himni: Kona klædd sólinni, og tunglið var undir
fótum hennar, og á höfði hennar var kóróna af tólf stjörnum.
Tilgangur þessarar einu opinberunarbókar nýja testament-
isins er einnig hinn sami og gyðinglegu opinberunarritanna,
að lwelja menn til staðfestu í trúnni og hughreysla á erfið-
um timum, þegar neyða átti lesendurna til þess, sem trú
þeirra taldi óhæíu, og ofsóknir stóðu fyrir dyrum.
2. Opinberunarrilin og ýms ummœli
nýjatestamentishöfundanna.
1. Enoksbók gefur skýringu á ummælunum í Júdasarbrjefi,
um englana, sem ekki gæltu tignar sinnar, heldur yfirgáfu
sinn eigin bústað, og sem brjefið segir, að í myrkri sjeu .
geymdir i ævarandi fjötrum til dóms hins mikla dags.,
Á ummælum Opinberunar Jóhannesar um lífsins trje, hvít
klæði, verur frammi fyrir hásæti guðs, kvalir i eldi og
brennisteini, eldsdíkið o. s. frv.
Á ummælum Páls postula um hásæti, herradóma, tignir