Búnaðarrit - 01.01.1911, Page 5
4
Ræktunarumbætur.
Fyrirlostur fluttur i nokkrum búnaðarfélögum auBtanfjalls
veturinn 1909—10.
Eftir Jón Jóna/attsson.
Sú skoðun er nú að verða meir og meir almenn,
að búskapur okkar þuríi að byggjast meir á ræktnðu
landi en verið hefir. fessi skoðun er ómótmaelaniega
rétt. Við þurfum að ná svo langt, að við getum aflað
heyjanna að mestu leyti á ræktuðu landi — túnum eða
áveituengjum.
Við þekkjum af reynslunni hver munur er á því, að
afla heyja á vel ræktuðu túni, kringum bæinn, eða að
sækja heyskap, oft og einatt langa leið og erfiða, á
reitingslegar og rýrar mýrar og móa. Ekki sizt er þessi
munur tilfinnanlegur nú á tímum, þegar vinnukraftur-
inn er dýr og torfenginn.
Vitanlegt er það, að búskapur okkar er, og hlýtur
ávalt að verða, að miklu leyti bygður á beitilöndunum. En
engu að síður er þó heyaflinn aðal undirstaðan, því sá
búskapnr, sem bygður er á beitinni, án þess nægur hey-
forði sé til, þó harðindi beri að höndum, er í raun og
veru ekki annað en ótryggilegt glæfraspil, sem ætti að
hverfa úr sögunni sem allra fyrst. En það hverfur ekki
nema því að eins að heyaflinn só aukinn, og hann eykst
ekki án ræktunar. Með hyggilegum ræktunarumbótum
getum vór aukið heyjaflann, og það er lífsskilyrði fyrir
landbúnað vorn. Ræktunin, grasræktin, er meginþáttur-
inn í búskap okkar; en þessu hefir ekki verið og er ekki
enn nógur gaumur gefinn. — Um þetta alt erum vér
nú líklega sammála, játum það allir, að vér þurfuin al-
1