Búnaðarrit - 01.01.1911, Page 9
BÚNAÐARRIT.
feldri hringferð. Þar á sér því stað stöðug umbreyting,
en ekki eyðing. Jarðræktin miðar að því, að leiða þessar
breytingar í þá stefnu, er verða má til sem mestra hag-
færilegra nota.
í jurtaríkinu er því t. d. þannig varið, að leifar
þeirra einstaklinga, er lokið hafa lifsstarfi sinu og deyja
út, verða forði til myndunar nýrra einstaklinga. Þess
vegna er þvi svo varið með gróðurinn, að þar sem ekkert
er tekið í burtu af honum, getur hann haldist við og
enda farið vaxandi, ef hann verður ekki fyrir neinum
óhöppum. At vísu kemur hér margt fleira til greina, en
hér verður ekki út í það farið.
Af túnunum flytjum vér allan gróðurinn burtu.
Þar safnast því engar leifar til að mynda nýjan gróður.
Þetta þarf því að bæta upp á annan hátt, og viðleitni
vor til þess á ekki einungis að stefna að því, að halda
gróðrinum við, eins og hann var þegar viðskiftin byrja,
heldur einnig að gera hann sem þroskamestan og kjarn-
boztan.
Töðugrösin þurfa viss efni til næringar sér. Af
þeim eru það einkum 3, er bæta þarf túninu upp aftur með
áburðinum, nfl. lwfnnnarefni, lcalí og fosfórsýra. Þessi
efni fáum vér að láni hjá túninn, og verðum að greiða
þau aftur, áður en túnið þarf á þeim að halda, til að
mynda nýjan gróður.
Túnræktin er því í raun og veru verzlun. Þegarbúið
er að hirða af túninu, erum við komnir í skuld við það.
Við höfum tekið út oinhverja ákveðna pundatölu af þess-
um efnum, sem við verðum að borga aftur að fullu.
Upp í skuld þessa fáum við nú mikið af þessum
efnum í áburðinum. Því eins og eg sagði áðan verður
ekkert að engu. En við verðum að sjá fyrir því, að
þessi efni tapist ekki fyrir vanhirðu; en í því efni er oss
mjög ábótavant.
J viðskiftalifinu hjá okkur eru nú þær umbætur að
gerast, að menn eru alment farnir að leggja kapp á að