Búnaðarrit - 01.01.1911, Side 14
10
BÚNAÐARRIT.
þykt hór um bil 6—10 þumh, velja þá sem reglulegasta
og raða þeim þannig, að alstaðar sé að minsta kosti 1
þuml. bil milli steina. Þegar þessu er lokið, skal skola
flórinn rækilega með vatni, svo að allir steinar séu vel
hreinir. Síðan skal búa til steypu: 1 hl. af steinlími,
5 hluta af sandi og 10 hluta af örsmárri möl, enginn
steinn í henni stærri en 1 þuml., og til þess að svo
verði, þarf að sigta hana (á hörpu). Þessari steypu er
ntí helt yfir flórinn, og sópað með stinnum ktísti niður
í rifurnar milli steinanna. Síðan eru steinarnir slegnir
niður með þar til gerðum þungum staut, með þverskafti
að ofan. Steinana þarf að slá niðtír svo vel sem hægt
er og gæta þess, að yflrborðið verði vel slétt. Um leið
og slegið er niður, þarf að gæta þess vandlega, að steypan
falli alstaðar þétt í rifurnar. Er gott að hafa hæfilega
gildan járntein til þess að þjappa steypunni saman í rif-
Urnar. Ekki skal hafa meira af steypu þessari en svo,
að alstaðar verði um 1 þuml. bil frá steypunni upp að
steinbrtín, þegar btíið er að slá sfeinina niður.
Þegar þessi steypa er farin að þorna dálítið, er búin
til steypa á ný tír sandi og steinlími í hlutfalli 1:3, og
fylt með henni það sem á vantar í rifurnar milii stein-
anna.
í þanníg gerða flóra fer tiltölulega mjög lítið af
steinlími, en sé verkið vandað, eru þeir afar sterkir.
Eg hef minst á aðferð þessa hér, af því eg man
ekki til að henni hafi verið lýst áður. En hana tel eg
bezta og hentugasta, þar sem henni verður við komið,
og það er allvíðast. Auðvitað á aðferð þessi jafnt við,
hvort sem ræða er um opin haugstæði eða áburðarhtís.
Opin haugstæði þannig gerð geyma áburðinn vel.
Að sjálfsögðu þarf að moka tír þeim við og við á vet-
urnar, því þess verður að gæta, að fella áburðinn vel
og snyrtilega saman. Gott væri að hafa dálitla lagar-
gryfju í sambandi við haugstæðið, til að taka við nokkru
af haugleginum.