Búnaðarrit - 01.01.1911, Page 24
20
BÚNAÐARRIT.
3. Að plæging og herflng sé vandlega af hendi
leyst — herflngin nógu djúp, strengir og hnausar gegn-
herfaðir.
4. Að vel sé borið á landið.
5. Að landið sé friðað, einkum fyrir vorbeit.
6. Að sléttunni sé hjáipað með því að bera á hana
moð og heysalla.
Víða mætti með hægu móti afla sér grasfræs til
hjálpar við uppgræðslu á slíkum sléttum, t. d. þar sem
vallendismóar eru nærri túninu, vaxnir góðum grösum.
Sýnast þeir oft sléttir tilsýndar; svo mikið ber á „punt-
inum“. Þetta sem vér köllum alment „punt“ er stöng-
ull grasanna með axi eða toppi, og í því er fræið. Mætti
oft safna á slíkum stöðum fræi til góðra nota bæði við
flagsléttur og sáðsléttur. Eg vil að eins benda á þetta
sem möguleika til fyrirgreiðslu þessara sléttunaraðferða,
en tíminn ieyflr ekki að lýst sé nánar aðferðum við fræ-
söfnunina; en svaraskal eg fyrirspurnum, ef fram koma.
— Eg hef áður lýst söfnun á innlendu fræi all-nákvæm-
lega í riti, en enginn hefir viljað heyra það eða hagnýta;
sumum heflr þótt slíkt fjarstæða, en sjálfur hefi eg nú fengið
talsverða reynslu fyrir því, að þetta má vel takast. Fæ
ef til vill tækifæri til að minnast nánar á þetta síðar.
Þá skal eg nú iýsa dálítið þriðju aðferðinni, sem
kölluð er sáðslétta. Hún er að því leyti lík flagsléttunni,
að landið er plægt með grasrótinni, unnið rækilega með
plóg og herfl, og að síðustu eftir skemri eða lengri und-
irbúningstíma grasbundið aftur með fræsáningu.
Ekki skal eg dyljast þess, að þessi aðferð er að
minni hyggju sú líklegasta sem framtíðaraðferð við tún-
sléttun. Eg hefl alt af haft mikla trú á þessari aðferð,
og reynsla sú, sem eg þegar hefi fengið um hana, heflr
eindregið verið aðferðinni til meðmæla.
Væri þessí aðferð útaf fyrir vsig eða í sameiningu
við flagsléttu-aðferðina alment tekin upp, væri stórt spor
stigið til framfara í túnræktinni. En aðferð þessi er hér