Búnaðarrit - 01.01.1911, Side 126
122
BÚNAÐARRIT.
Fluttar kr. 881,97
Þar af áskiljum vér félagsstjórninni rétt
til að greiða á þessu ári áður talda,r ó-
greiddar fjárhæðir viðkomandi árinu 1910
50 kr. (gjaldl. 7.) -f- 30 kr. -j- 250 kr.
(gjaldl. 11.), samtals......................— 330,00
Verður þá afgangurinn af tekjunum 1910 kr. 551,97,
að eins rúmlega sá, er minstur má vera (540 kr.). Telj-
um vér það fyllilega nægja fyrir það ár, þar sem mikil
viðgerð á húseign fólagsins fór fram á árinu, og leitum
nú samþykkis búnaðarþings til umframgreiðslnanna.
Ályktanir síðasta búnaðarþings hafa verið fram-
kvæmdar eftir föngum. Þó eru nokkrar af bendingum
búfjárræktarnefndar (3.—6.), sem ekki hafa komið enn
til verklegra framkvæmda, vegna þess að rétt þótti að
fresta breytingum þar til er hinn nýi ráðunautur fólags-
ins í kynbótamálum hefði fengið færi á, að kynna sér
ástandið nokkuð gerr.
Nokkur atriði skulum vér nefna sérstaklega.
Út af ályktun búnaðarþingsins um búreikningafærslu
hét félagsstjórnin hærri ritlaunum, en fólagið annars
greiðir, fyrir búreikningaform með skýringum, er tekið
væri í Búnaðarritið og talið gott. Reikningsform komu
4, en nefnd sú, er kosin var af félagsstjórninni til að
dæma um þau (séra Eiríkur Briem prestaskólakennari,
Vigfús bóndi Guðmundsson í Engey og forseti félags-
ins), komst að þeirri niðurstöðu, að þrátt fyrir ýmsar
góðar bendingar, sem i þeim væri, væri þó ekkert þeirra
eins og það liggur fyrir til þess fallið, að það sé geflð
út til að vera fyrirmynd fyrir bændur í búreikningagerð.
Reynist það svo hór sem annars staðar, að það er mesti
vandi, að koma búreikningamálinu í gott horf. Ný að-
ferð í því er nú allmjög tíðkuð í Sviss og á Þýzkalandi,
og byrjað að reyna hana í Noregi og jafnvel í Dan-
mörku. Hún er sú, að bændum eru gefin eyðublöð