Búnaðarrit - 01.01.1911, Síða 135
BÚNAÐARRIT.
131
4. Til 2 nýrra sýnistöðva alt að 350 kr. til hvorrar,
samtals alt að 700 kr. Þar af 350 kr. endurveit-
ing. Dalasýslu hafði samkvæmt aukafjárveiting
búnaðarþings 1909 verið gefinn ádráttur um sýnistöð
þar, ef hentugur staður byðist og hentugur maður
til að taka hana að sér. Með sama skilyrði vildi
félagsstjórnin geta orðið við ósk úr Yestur-Skafta-
fellssýslu um sýnistöð þar.
5. Viðbót við gjaldl. 6. b. þetta ár 400 kr. Yér ger-
um ráð fyrir, að gróðrarstöðin sjálf þurfi 2050 kr.,
garðyrkjukenslan 650 kr., hvorttveggja líktog 1910,
og sýnistöðvarnar 3 100 kr. hver. Verða þá gjöldin
alls 3000 kr., en áætlunin er 2600 kr.
6. Fóður- og mjólkurskýrslur þær, er Guðjón Guð-
mundsson hafði samið handa nautgriparæktarfélög-
unum og öðrum þeim, er slíkar skýrslur vilja halda,
eru uppgengnar, og hefir orðið að prenta nýjar, er
Ingimundur Guðmundsson hefir samið. Reikningur
yfir útgáfukostnaðinn er ekki kominn, en vér bú-
umst við að hann verði um 600 kr., og er óskað
að mega greiða hann af því fé, sem hér er um að
ræða, því gjaldl. 7. á áætluninni þolir ekki þá við-
bót. Bókin verður seld á 1 kr., en 15% afsláttur
gefinn þeim, er kaupa 20 eintök eða meira í einu
og taka þau hér.
7. Frá Búnaðarsambandi Borgarfjarðar, er stofnað var
árið sem leið, er komin beiðni um fjárstyrk á þessu
ári, og frá Búnaðarsamböndum Austurlands og Suð-
urlands beiðni um viðbótarstyrk. Búnaðarsamband
Austurlands hefir kveðist mundu láta glöggvari skýr-
ingar um fjárþörf sína liggja fyrir búnaðarþingi.
Frestum vér því að gera tillögur um fjárstyrki til
búnaðarsambanda þessara, en gerum ráð fyrir, að
til þess, og annara fjáiþarfa nýrra, er bornar kunna
að verða fram á búnaðarþingi, megi verja alt að
kr. 2293,24.