Búnaðarrit - 01.01.1911, Page 143
BÚNAÐARRIT.
139
heimildar fyrir félagsstjórnina til að mega verja til þess
nokkru af efnarannsóknafénu, ef ástæður leyfa. Gjaldl.
7. höfum vér hækkað um einar 200 kr., þrátt fyrir
mikinn gjaldauka vegna nýstofnaðra kynbótabúa og naut-
griparæktarfélaga. Verður til þess að komast af með
það að spara styrk til búfjársýninga.
Daníel bóndi Daníelsson í Brautarholti hefir sótt um
500—600 kr. ársstyrk til að stofna og halda kynbótabú
hrossa. Félagsstjórnin hefir ekki viljað gera út um þá
beiðni upp á sitt eindæmi og verður hún nú lögð fyrir bún-
aðarþing ásamt álitsskjali Ingimundar Guðmundssonar.
Gjaldl. 11. köllum vér nú „til búnaðarfræðslu".
Vér hugsum oss eins og áður, að nálægt helmingi þess
fjár sé varið til umferðakenslu i hússtjórn og matreiðslu,
en hinum helmingnum til búnaðarfræðslu karlmanna, en
viljum ekki binda hana eingöngu við búnaðarnámsskeið,
heldur ætlumst til, að nokkru af fénu megi verja til ein-
stakra fyrirlestra um búnaðarmál. Því höfum vér breytt
nafninu. Vér ætlum t. d. að mikil þörf sé á, að reyna
á þann hátt að vekja áhuga hjá mönnum á betri með-
ferð áburðar, því að í engu er búskapnum hér á landi
líklega eins ábótavant og í því efni, og því er það, að
vér höfum lagt það til við stjórnarráðið, að Ræktunar-
sjóðsverðlaununum 1912—1914 verði aðallega varið til
að hvetja til umbóta í þeirri grein. — Eitt námsskeið
höfum vér hugsað oss að haldið verði í Dalasýslu næsta
vetur; heflr þess verið mjög óskað þar. Vér ætlum
Búnaðarsambandi Austfjarða 200 kr. af þessu fé hvort.
árið, án þess að binda þá fjárveitingu við námsskeið
á Eiðum, fremur en verkast vill, og Búnaðarsambandi
Vestfjarða einnig 200 kr. hvort árið.
Af gjaldl. 12. hugsum vér oss að yngstu búnaðar-
samböndin, Suðurlands og Borgarfjarðar, fái 200 kr. sitt.
árið hvort.
Á Flóa-áveituna hefir verið minst hér að framan.
í bréfinu til stjórnarráðsins 26. sept. 1910 er þess getið,