Búnaðarrit - 01.01.1911, Page 177
BÚNAÐARRIT.
173
1909—1910 leggur nefndin til, að þeir sé samþyktir
eins og þeir liggja fyrir, þó með þeirri athugasemd um
hinn síðari, að umframgreiðslan á gjaldl. 6. a. 1., fskj.
245., kr. 512,75 (til Markarfljóts-fyrirhleðslunnar), séborin
sérstaklega undir atkvæði. Um það atriði mun nefndin
leggja fram sérstaka tillögu.
Að því er viðvíkur áhöldum þeim, sem félagið á í
láni á Hvanneyri, virðist nefndinni æskilegt, að skólinn
keypti áhöld þessi eftir samningi við félagsstjórnina, svo
að fé það, er í þeim liggur, yrði handbært til að vinna
á ný á öðru sviði.
Reykjavík, 18. febr. 1911.
Björn Bjarnarson. Jón Jónatansson.
Pétur Jónsson.
Fylgiskjal við álit reikninganefndar.
Búnaðarfélag íslands.
Reykjavík 8. des. 1910.
Reikning þann yflr kostnaðinn við fyrirhleðslu
Markarfljóts, er hið háa stjórnarráð sendi oss til athug-
unar 26. f. m., endursendum vér. — Reikningurinn er
þegar endurskoðaður af Jóni verkfræðing Þorlákssyni, og
höfum vér ekki fundið ástæðu til frekari athugasemda.
Kostnaðurinn við verkið hefir orðið alls kr. 8574,50.
Þar af eru greiddar 2400 kr. úr landssjóði og jafn-
mikið af búnaðarfélaginu. Það sem greitt er annars-
staðar að verður þá kr. 3774,50, eður rúmum 1000 kr.
minna en tillag landssjóðs og búnaðarfélagsins var til
samans.
Þegar stjórnarráðið samdi um framkvæmd verks
þessa við hreppsnefnd Yestur-Eyjafjallahrepps, var svo
ráð fyrir gert, að landssjóður og búnaðarfélagið greiddi
helming kostnaðar, en hinn helmingurinn yrði greiddur