Búnaðarrit - 01.01.1911, Síða 215
BÚNAÐARRIT.
211
hlöðnum veggjum steinlímdum, og hið þriðja 1895, og
mun það vera fyrsfca íbúðarhúsið, sem reist var úr
steinsteypu í sveit hér á landi. Af hinum húsunum
eru 2 reist 1903, 3 1905, 6 1907, 3 1908, og 1 var
reist 1909, en var ekki fullgert. Þess ber að geta, að
flest húsin hafa verið lengur en eitt ár í smiðum, sum
þrjú ár, en aldurinn er hér miðaður við byrjunar-árið.
Stærð húsanna er að vonum mjög mismunandi.
Minstu húsin tvö eru um 12X10 al. að ummáli, en hin
stærstu af bændabýlunum um I7V2X H1/*, tvær hæðir
fullar auk kjallara. Stærri en það eru að eins þau hús,
sem ætluð eru til skólahalds eða annara sérstakra af-
nota. Hæð undir loft í íbúðarhergjum bændabýlanna er
írá 3 al. 12" tii 4 al. 12", langoftast um 4 álnir; víða
er dálítið lægra til lofts í herbergjum á efri hæð held-
ur en á neðri hæð, þó mjög óvíða minna en 3 al. 18",
og hvergi minna en 3 ai. 12".
Stærð gluggn er einnig mjög mismunandi, en
virðist heldur fara vaxandi. Það er feykimikill munur
á gluggafletinum í þessum húsum og á bæjunum gömlu,
og efasamt hvort þeir eru ekki að verða fullstórir og
fullmargir á steinhúsunum nú. Tíðast virðist stærðin
vera eitthvað um 2 al. og 4 þmi. að hæð og 1 al. 12
þml. að breidd, en í svörunum er sjaldnast hægt að sjá,
hvort átt er við innanmál gluggakistu eða utanmál, og
munar það nokkru. Tvöfaldir gluggar eru mjög fátíðir,
að eins í fám herbergjum í fjórum af þessum 18 húsum.
Eldfæri eru fleiri eða færri í öllum þessum hús-
um. Eldavél alstaðar, og auk hennar ofnar í öllum
húsunum nema einu. Flestir leggja í ofnana að eins í
frostum, en þó er á fjórum bændabýlum lagt í einhvern
ofn oítast nær daglega á vetrum. Eldsneytið er ýmist
kol, mór, skógarviður eða sauðatað. Af þeim 17 hús-