Búnaðarrit - 01.01.1911, Page 249
BÚNAÐARRIT.
245
í kring, er sýna hvernig landið var. Kart'óflutilraumr,
þótt í smáum stíl sé, gera nokkrir bændur heima hjá
sér. Beztu kartöfluafbrigðin frá gróðrarstöðinni hafa all-
margir bændur fengið, og kunnugt er mér um að nokkr-
ir þeirra halda þeim út af fyrir sig. Guðmundur Þor-
bjarnarson, bóndi á Stóra-Hofl á RangárvöUum, sendir
mér árlega skýrslu yfir slíkar tilraunir, sem hann gerir.
Gróðrarsýnistöðvar. Tvær þær elztu, í Deildar-
tungu og á Selfossi, eru nú að komast í lag. Sú þriðja
er nú undirbúin til ræktunar i vor á Efra-Hvoli í
Rangárvallasýslu hjá Björgvin sýslumanni Vigfússyni.
Stöðvarnar í Deildartungu og á Selfossi voru með
svipuðu sniði báðar. Síðastliðið vor var þar sáð 4 grasa-
tegundum: liáliðagrasi, vallarfoxgrasi, rýgresi norsku og
vallarsveifgrasi. Auk þess var sáð grasfræblöndun með
korni og án korns. Ennfremur voru þar ræktaðar lcar-
töflur, gulrófur 3 afbrigði, fóðurrófur 3 afbrigði, nœpur,
gulrœtur, hreðkur, spínat. Þar var og sáð byggi, höfr-
um, ertum, flækju, hestábaunum og mustarði.
Ribsplöntur 100 að töiu hafa verið settar niður á
báðum stöðunum, og auk þess á Seifossi talsvert af
fjallafuru.
Uppskeruskýrsla verður ekki gefln út í þetta sinn,
enda eru stöðvarnar ekki komnar í það iag enn þá, að
mikið geti verið á þeim skýrslum að græða. Það tekur
nokkurn tíma að koma óræktarlandi í góða rækt.
Einar Helgason.