Búnaðarrit - 01.01.1911, Page 313
BÚNAÐARRIT.
29 3
er nokkru minna. Fordyrin eiga að verja kulda utan frá
og úr hlöðunni inn í fjósið, eins og skiljanlegt er.
Gluggarnir eru 3 á fjósinu; er einn þeirra stærstur,
1 al. 18 þuml. á hæð og 1 al. 10 þuml. á bréidd.
Minni gluggarnir eru jafnháir, en að eins 1 alin á breidd.
Til þess að gluggarnir beri betri birtu, verða þykkir
veggir að flá talsvert innfrá þeim, eða likt og sýnt er á
myndinni II. 1. Það má aldrei gleyma því, að birtan er
eitthvert helzta skilyrðið fyrir þrifnaði og góðri liðan
skepnanna.
Loftrás. Á tveimur veggjum fjóssins eru loftgöt,
tvö á hvorum, um 6 þuml. á hvorn veg. í göt þessi
er látinn stokkur eða „túða“ úr þunnum borðum, og er
botn í þeim endanum á túðunni, sem inn í fjósið snýr,
en í hliðar hennar eru boruð mörg göt, %—1 þuml.að
þvermáli. Inn um þau streymir loftið, og er loftrásin
tempruð með því, að ýta túðunni út oða inn í veggnum
eftir þöifum. Þetta er betra en að hafa loftgötin alveg
opin. Upp úr þakinu eru 3 strompai-, og.er á þeim
„hattur", og opið út undir brúnir hans á alla vegi.
Innan á þakinu er rennilok fyrir opinu á strompunum,
svo að þeim megi loka, ef of kait er.
Þahið þarf ekki að ná út á ytri veggbrúnir; nóg
að það nái 6—9 þuml. út á vegginn, og er renna höfð
undir þakbrúninni. Út frá rennunni á svo veggnum að
halla vel, og só hann vandlega húðaður ofan með se-
mentsblöndu, svo að ekki siiji á honum vatn. Líkt
mætti hafa það á gaflvegg fjóssins, en er Ijótara útsjonar.
Safnþró. Undir fjósgólfinu fremst. við vegginn er
þró fyrir þvagið írá kúnum. Hún er 27 fet á lengd,
4l/2 fet á breidd og 4 fet á dýpt. annaðhvort sement-
steypt eða hlaðin úr grjóti í sementsblöndu, eins og fjós-
veggirnir, og þétt húðuð innan. Þróin er iítið eitt
breiðari en gangurinn að útidyrum og hlöðu og gengur
því innundir fremstu básana um V2 fet. Yfir henni þarf