Búnaðarrit - 01.01.1911, Blaðsíða 319
BUNAÐARRIT.
299
Að því or snertir þær byggingar, sem teikningar
þessar eiga að sýna, áiít eg að hyggilegast sé, að byggja
þær úr því efni, sem eg hefl þegar gert ráð fyrir (steini,
steypu og járni); en auðvitað er langt frá því óráðlegt,
að byggja að minsta kosti sumar þeirra úr öðru efni.
T. d. mætti byggja hlöðurnar úr timbri með járnþökum
sór að skaðlausu, og jafnvel fjárhúsin lika, ef efnið er
gott og vel varið fúa (borið karbólíni); en þá yrðu þau
köld, nema vel sé að þeim hlúð, veggirnir hafðir tvö-
faldir og fylt á milli. Líka mætti hlaða endaveggi þeirra
(gafiveggina) úr torfl og grjóti, að minsta kosti að nokkru
leyti. Aftur á móti er algerlega óráðlegt, að byggja
fjós úr timbri eða veggi þeirra. — Það gæti aldrei borg-
að sig, því að endingin er svo afarht.il, og þau yrðu of
köld og saggafull. Líkt er að segja um fjós með ein-
földum steypuveggjum, að því er snertir kuidann og rak-
ann, en slíkir veggir endast auðvitað von úr viti. Miklu
væri betra að byggja fjósveggi úr torfi og grjóti, að
minsta kosti þá veggi, sem eru ekki hærri en 3^/s al.
Beztir fjósveggir eru tvöfaldir steypuveggir með loft-
rúmi á milli. Veggir úr grjóti, sem hlaðið er i kalk og
sementsblöndu, reynast líka ágætlega, ef þeir eru vel
gerðir : Þóitir vel, sementshúðaðir utan og kalkhúðaðir
innan. Shkir veggir þurfa ekki að vera mjög dýrir,
einkum ef unnið væri að grjótverkinu eins og auðið er
á veturna. Þetta efni ættu sem flestir að hafa í fjós-
veggi, hvernig sem fjósunum er að öðru leyti fyrir
komið.
Bárujárnið er mikið notað nú orðið, einkum í þök,
enda er það ómissandi á öll þau þök, sem breið eru,
hvar á landinu sem er, og í votviðrahéruðum ætti það
helzt að vera á öllum þökum, því að ekkert þak er eins
haldgott og þétt eins og úr járni, af þeim þakefnum, sem
þekkjast hér á landi. En sá galli er á gjöf Njarðar, að
bárujárnið er eitt liið dýrasta byggingarefni, sem við
kaupum, og þar á ofan verður að kaupa það alt inn í