Búnaðarrit - 01.01.1911, Page 321
BÚNAÐARBIT.
301
Um uppdrættina skulu hér tekin fram nokkur atriði
til skýringar.
My n d ir nar IV.
Hlaðan er grafin í jörð um 3 álnir. Tel eg ekkert
athugavert við það, að grafa hlöðu niður, þar sem svo
hagar til, að þvi verður við komið með hæfilegum kostn-
aði. En jafnframt þarf þó að sjá fyrir þvi, að hægt og
fljótlegt sé að losa i þær heyið, auðgert t. d. að losa í
þær heyvagna, þvi heyakstur ætti alstaðar að vera upp-
tekinn, þar sem við verður komið, og það er viða, só
eitthvað til þess gert.
Dyr á framgafli hlöðunnar eru gerðar stórar og með
fjórskiftum hurðum. Er gert. ráð íyrir þvi, að þegar
fyrst er látið i hlöðuna og ef vagn er notaður, sé dyrn-
ar opnaðar alveg, vagninum ekið þvers fyrir dyrnar, þétt
upp að þeim, og hlassinu bylt með heykvíslum inn í
hlöðuna. Þessu má halda áfram, þangað til komið er
upp í miðjar dyr (heyinu má jafna inn eftir hlöðunni
með kvíslum); þá má loka neðri hurðunum og opna að
eins þær efri og kasta inn um þær. — Ef ganga þarf
um útidyr hlöðunnar að vetrinum, má búa þannig um,
að opna megi annan neðri vænginn út af fyrir sig til þess.
Að hafa hlöðuhurðirnar fjórskiftar er tvimælalaust
betra; skekkjast þær síður á hjörunum og endast betur
og eru að öllu leyti þægilegri á stórum dyrurn.
Á bakgafli hlöðunnar ættu að vera stórar heydyr á
ofanverðum gafli; gott, ef við verður komið, að lika sé
vagnfært að þeim, ef vagn verður notaður á annað borð.
Á framgafli hlöðunnar efst er rimlagluggi, er hafa ma
opinn, og ætti að vera annar eins á gaflinum á móti.
Á að hafa þessa glugga opna eftir þörfum, til að fá súg
i gegn, til að varna hrímbleytu og súld í hlöðunni.
Ijósið þarfnast ekki mikilla skýringa. Hallinn á
básbrúninni er gerður til þess, að kýrnar standi ekki
í flórnum; renna þær á hallanum með fæturna svo langt