Búnaðarrit - 01.01.1911, Síða 329
BÚNAÐARRIT.
309
lika dýrar. Ýms annar útbúnaður, er mér er kunnur,
virðist inérlíka dýr og óhentugur ogendingarlitill. Eghefl
því talsvert hugsað urn að reyna að leysa úr þessu á
einfaldan hátt, og niðurstaðan sem eg hefi komist að, er
sýnd á þessum uppdrætti. Rennurnar eru úr sements-
steypu. Yæri auðvitað bezt, að steypa sérstaka rennu-
steina og leggja þá svo niður og festa með sementi. Að
hafa þessar rennur opnar er ekki gott, og geri eg því
ráð fyrir að hafa þær lokaðar.. Er þá hægt að vatna
kúnum, þó að þær sé ekki alveg búnar að éta, og er
það oft hentugt. Rennunum er lokað með ^/a" borð-
skifum, og ætli á þær að negla 2 þverbönd úr gjarða-
járni, eða afklippurenninga af þakjárni (þá beggja megin).
Þessar borðskífur eiga að ná alveg milli jötugafla, en þó
svo, að liðugt sé að opna. Undir endunum ættu að
vera dálitlir „falslistar" yflr rennuna. Á endunum á
þessum lokum ætti á öðru horni að festa hjörutappa,
og ganga þeir i lykkjur, er negldar eru neðan d jötu-
f/aflana, og leika þá lokin þar á hjörum, og má opna
þau, eins og sýnt, er á uppdrættinum. Frá vatnskass-
anum ætti að iiggja pípa í góiflnu (má byrgja hana fyrir
umgangi með borðrenning). Ætti hún að skiptast í
dyrum fóðurgangs til beggja rennuenda. Pipunni sé
lokað við vatnskassann. Rennunum halli lítið eitt inn
eftir, og liggi þar frá rennuendunum pípustúfur með
gaílveggnum út í flórinn, svo að um þær megi hleypa burt
afgangsvatnsseitli, er vera kynni eftir í rennunum, þegar
kýrnar hættu að drekka. Rennur þessar hugsa eg mér
notaðar þannig, að þegar á að fara að vatna kúnum er
fóðurgangslokan dregin fyrir. Því sem eftir kann að
vera i jötunum er sópað út fyrir rennulokið að úthlið
jötunnar og dreift fram með henni. Rennulokin síðan
opnuð — má auðveldlega búa svo um ef vill, að öll lok
sömu hliðar megi opna með einu taki.
Nú er sópað með þar til gerðurn sópi ryk, er vera
kynni í rennunum, sem reyndar ætti ekki að vera til