Búnaðarrit - 01.01.1911, Page 334
314
BÚNAÐARRIT.
krónui' Hkippundið, og er notagildi peirra 7190 hit.aein-
ingar. Miðað við þetta kolaverð, vevður verðmæti 100
kílóa af sauðataði l»ls króna. Eg hefi borið
sauðataðið saman við dýrustu oa; beztu kolin hér á
staðnum, af því að eg þekti notagildi þeirra nákvæmlega.
Þótt samanburðurinn væri gerður við ódýrari kol, mundi
það að líkindum breyta litlu, því ódýrari kolin hafa lægia
notagildi en þau dýrari. Ekki er þó ólíklegt, að verð-
mæti sauðataðsins til eldsneytis yrði enn þá lægra með
því móti, því að jafnaði er hver hitaeining heldur dýrari
i völdum kolum en í lakari kolum.
Af framantöldu sést þá, að með því að brenna 100
kílóuin af vel þuru sauðataði, eyðileggjum við áburð, er
svarar 4,20 krónum, miðað við útlendan áburð, ey fáum
í staðinn hita, er nemur 1,ib krónu virði, miðað við að-
keypt útlent eldsneyti. Skaðinn við að brenn.a 100 kílóum
af sauðataði nemur þá liðlega 3 krónum.
ltaiinsókn á melkorni.
Það má heita svo, að Island sé brauðlaust land.
Engar af þeim venjulegu korntegundum vaxa hérórækt-
aðar, og varla er teljandi það, sem ræktað er af þeim.
Að vísu var ræktað hér korn (bygg) í fornöld, og hefir
það að líkindum orðið fullþroskað i nokkurn veginn góð-
um árurn. En þótt kornræktin hafi verið talsvert mikil
i þá daga, hefir hún samt Jagst niður og gleymst, enda
líklega aldrei verið mjög arðsöm. Nú á seinust.u áium
hafa verið gerðar nokkrar tilraunir með kornrækt, en
þótt sumar hafi heppnast ailvel, virðast þær þó helzt
benda í þá áttina, að hór á landi borgi kornrækt sig
ver en grasrækt.
En þótt við höfum ekki þær hinar algengu korn-
tegundir, þá eigum við samt eina jurt hér á landi, sem
gefur af sér brauðkorn. Pessi jurt er melurinn (Elymus
arenarius). Að vísu vex melurinn ekki um alt Jand,