Búnaðarrit - 01.01.1911, Page 354
334
BTJNAÐARRIT.
dæmi, að komið hefir til búanna rjómi með 10—15%
og alt upp í 40°/o feiti.
Látum A. senda 20 kg. af 15°/o feitum rjóma — 3 kg.
smjörfeiti, og B. 20 kg. af 30% feitum rjóma = 6 kg.
af smjörfeiti.
Eins og nú er reiknað er þá sagt, að B. eigi að fá
helmingi meira en A., því að hann sendi helmingi meiri
feiti til búsins. En þetta er ekki rétt, því þó að B.
sendi helmingi meiri smjörfeiti til búsins, þá hefir hann
fengið nokkurn hluta hennar heim aftur í áfunum, og af
því hann hefir jafnt rjómamegin og A., fá þeir jafnt
heim. Af þessu leiðir, að hlutföllin milli þess, sem þeir
sendu til búsins af smjörfeiti, og hins, sem þeir eiga í
smjörinu, eru misjöfn. Sé reiknað eftir því, sem að
framan er sagt, þá á:
A. 20 X (15—0,4) = 2,92 kg. feiti til smjörframleiðslu
B. 20 X (30—0,4) — 5,92 — — - —
Við þessa feiti á að miða, þegar smjörverðinu er
skift niður, eða það smjör, sem fæst úr henni.
Að sjálfsögðu eru ekki allar áfir eins feitar, því að
það strokkast misvel, en til þess að hægt sé að nota
töflu, ráðum við til, að nota 0,4 alstaðar, þó að við
viðurkennum að réttara væri að nota það, sem fyndist
rétt vera við feitirannsókn á sjálfum áfunum.
Með því að nota ekki frádrag á búunum, þá hefir
alt af verið tekið frá þeim, sem höíðu feitan rjóma, og
gefið þeim, sem höfðu hann magran, eðadregið frá þeim,
sem færðu frá, og lagt við hina, sem gerðu það ekki.
Um þennan dálk er ekki hægt að koma því við,
að það komi af sjálfu sér í ijós, ef skakt er reiknað. Sé
skakt margfölduð saman þyngd rjómans og (feiti % —
0,4), verður það tap eða ágóði þess, sem villan er hjá.
Þess vegna ráðum við til að nota töflu hér. Hún ætti
að segja: þegar þungi rjómans er þetta, og í honum er
feitiprósentan þetta, þá eru svona mörg kílógrömm af
smjörfeiti í honum, sem notast til smjörframleiðslu. Með