Hugur - 01.01.1988, Qupperneq 11
HUGUR
MIKAEL M. KARLSSON
allt þykjast vita, hafa oft skopast að Aristótelesi fyrir að taka
kenninguna um frumefnin fjögur fram yfir atómkenninguna,
sem samtímamaður Empedóklesar, Demókrítos frá Abdera,
fann upp.6 Aristótelesi var fullkunnugt um atómkenninguna,
og frá sjónarmiði nútímamanna virðast yfirburðir hennar yfir
fmmefnakenninguna blasa við.
En ef við spyrjum hvor kenningin hafi hentað betur á dögum
Aristótelesar, hefur fmmefnakenningin greinilega vinninginn,
hversu fmmstæð sem hún kann að virðast. í fyrsta lagi átti
kenningin um frumefnin fjögur sér greinilega stoð í athugun,
en atómkenningin nánast ekki. Allir hafa reynslu af jarðefni,
vatni, lofti og eldi, og af eiginleikum þessara efna. Og það er
augljóst að hægt er að búa til úr þeim blöndur sem hafa nýja
eiginleika. En dagleg reynsla styður ekki atómkenninguna á
sama hátt. Því hefur verið haldið fram að atómkenningin hafi
fæðst með Demókrítosi þegar hann sá rykkom svífa um í
sólargeisla. Það er ekki verri aðferð en hver önnur til að fá
hugmynd, en auðvitað em engin rök fyrir kenningunni fólgin í
þeirri athugun. Enda hlaut atómkenningin enga stoð í athugun
fyrr en á 18. öld, þegar nákvæmar vogir og önnur áhöld komu
til sögunnar.7
Aimað er þó stómm mikilsverðara: í ljósi fmmefnakenning-
arinnar var auðsætt hvemig mætti rannsaka ýmiss konar efni
með tilraunum, sem tæknigeta fomgrikkja réði við, og túlka
6 Raunar segja margir, þeirra á meðal Aristóteles, að það hafi verið
náttúruspekingurinn Leukippos frá Abdera sem fann upp atómkenn-
inguna. Hann var aðeins eldn en Demókrítos og væntanlega lærifaðir
Demókrítosar. Því miður vitum við lítið sem ekkert um Leukippos.
Ekkert hefur varðveist sem er örugglega eftir hann, enda héldu
Hermarkos og Epikúros (grískur eindasinni og yngri samtímamaður
Aristótelesar) að Leukippos hefði aldrei verið til. Demókrítos aftur á
móti var vissulega til og við eigum heilmikið eftir hann. Hann er sá
atómisti sem Aristóteles talar mest um og gagnrýnir, og hans kenningar
voru teknar alvarlega í fomöld. Þess vegna er eindakenningin hér
kennd við Demókrítos.
7 Að vísu voru fleiri efnakenningar til í fornöld en eindakenning
Demókrítosar og ferrótakenning Empedóklesar. Til dæmis setti heim-
spekingurinn Anaxagóras fram frumefnakenningu, en taldi frumefnin
vera óendanlega mörg. Þess ber einnig að geta að mikilvægt skref í
tilurð nútíma atómkenningar var að steypa saman í eitt hugmynd
Demókrítosar um atóm og hugmynd Empedóklesar um fhimcfni.
9