Hugur - 01.01.1988, Síða 12
ÞUNGIR ÞANKAR
HUGUR
síðan niðurstöður þeirra tilrauna til að skilja samsetningu og
eiginleika efnanna. Kenningin var þannig frjórri og í nánari
tengslum við tilraunatækni þeirrar aldar en atómkenningin,
sem bauð ekki upp á slíka tilrauna- og skýringastarfsemi.
í framhjáhlaupi má geta þess að Isaac Newton eyddi eins
miklum tíma í efnafræðilegar (eða ,,alkemískar“) raimsóknir
og í stærðfræði og eðlisfræði. Og enda þótt Newton þekkti að
sjálfsögðu, og aðhylltist, kenninguna um byggingu efnisheims-
ins úr eindum, þá gekk hann út frá kenningu, sem var í ætt við
hugmyndir Empedóklesar, í efnafræðirannsóknum sínum.8
III
Ég ætla nú að taka dæmi sem sýnir vel hvemig vísindamað-
urinn Aristóteles notaði ferefnakenninguna, kenninguna um
höfuðskepnumar fjórar, við rannsóknir sínar.
í riti sínu, Getnaður dýra, veltir Aristóteles mikið fyrir sér
hvernig eiginleikar einnar lífveru flytjast til annarrar við
æxlun. „Það er ekki auðskilið," segir hann heldur þurrlega,
„hvemig jurt verður til af frjókomi eða dýr af sæði.“9 Að
dómi Aristótelesar verðum við að efnagreina sæðið ef við vilj-
um eiga einhverja von um að skilja þetta fyrirbæri. „Ein-
hverjum kynni að verða náttúra sæðisins ráðgáta,“ segir hann,
því þegar það kemur út úr lífverunni er það þykkt og hvítt, en
er það kólnar, verður það vökvakennt og glært eins og vatn.
Þetta kann að virðast fráleitt: því vatn þykknar ekki við að
hitna, en sæðið er hins vegar þykkt þegar það kemur úr
hitanum innra og verður vökvakennt við að kólna. Vatnskennd
efni frjósa, en sæði, sem sett er út í frost, frýs ekki, heldur
verður vökvakennt eins og það þykkni af hinu gagnstæða.
Eigi að síður væri ekki rétt að segja að það þykkni við hita.
Því að til eru efni sem eru að meginhluta jörð [jarðefni] og
hlaupa og þykkna við suðu, svo sem mjólk. [Sæði] ætti þá að
þykkna við að kólna, en reyndin er sú, að ekkert af því stífnar,
heldur verður það allt eins og vatn.
8 En kenningin í því formi sem Newton notaði hana hafði tekið rót-
tækum breytingum á miðöldum í meðförum fylgismanna Aristótelesar
og Paracelsusar. Rétt er að nefna að Newton sameinaði að nokkru
eindakenninguna og frumefnakenninguna. Sjá Stephen Toulmin Fore-
sight& Understanding (Harper & Row: New York, 1963), bls. 63.
9 733b24-25
10