Hugur - 01.01.1988, Síða 20
ÞUNGIR ÞANKAR
HUGUR
efnafræðin, og af eðlisefnafræðinni aflfræðin, en saman mynda
þær eina heild.28
Það er greinilegt að hugmyndir Aristótelesar um þyngd-
areiginleika höfuðskepnanna eru ekki byggðar á vangaveltum,
heldur á athugun og kerfisbundinni úrvinnslu. Ég tala hér um
úrvinnslu vegna þess, að athugunin er ekki hrein og bein. Við
hittum ómenguð frumefnin sjaldan fyrir í daglegu lífi og
getum þess vegna ekki athugað háttalag þeirra beint. Við verð-
um að greina lögmál sem gilda um þau af framvindu venju-
legra efna í föstu, fljótandi og loftkenndu ástandi. En þegar
venjuleg efni eru athuguð rekumst við á mörg dæmi sem virð-
ast víkja frá þeim lögmálum sem við teljum gilda um hrein
efni. Þá verðum við að kanna hvort undantekningin afsanni
þessi lögmál eða falli, þrátt fyrir allt, að þeim. Og þetta kallar á
frekari athuganir og tilraunir.
Tökum eitt skýringardæmi. Viður virðist vera fast efni, þótt
hann fljóti á vatni. Þetta mundi Aristóteles skýra þannig, eins
og hann skýrði áður hvers vegna olía flýtur á vatni, að viður sé
ekki hreint fast efni, heldur séu í honum loftbólur, eins og í ljós
kemur við nánari skoðun. Hann bendir á að efni önnur en
frumefnin fjögur:
...séu ýmist létt eða þung, og þessa eiginleika má sýnilega
rekja til mismunandi hlutfalla [ósamsettra] frumþátta þeirra:
það er að segja, þungi þeirra eða léttleiki fer eftir því hvert
frumefnanna er ráðandi f samsetningu þeirra.29 ...Hlutur sem
felur í sér meira loft en vatn og jörð, getur vel verið léttari en
vatn og þyngri en loft, vegna þess að hann sekkur í lofti en
flýturívatni.30
Þyngdareiginleikar höfuðskepnanna fjögurra skýra það
skipulag fastra, fljótandi, loftkenndra og eldkenndra efna sem
blasir við í náttúrunni: í miðju myndarinnar er jörðin sem er
28 Ekki er ljóst af frumheimildum að kenningar Aristótelesar hafi í raun
og veru orðið til í þessari röð, en hún er rökrétt. Aristóteles tók fer-
rótarefnafræði Empedóklesar í arf, og ef til vill má segja að sú „eðlis-
efnafræði“ sem lýst var leynist í kenningum Empedóklesar. Aristóteles
leiddi hana í ljós. En það er greinilega verk Aristótelesar eins að búa til
„aflfræði" úr henni, mjög mikilvægt verk.
29 Um himnana 311 a29-32.
30 Um himnana 311 b 10-12.
18