Hugur - 01.01.1988, Side 22

Hugur - 01.01.1988, Side 22
ÞUNGIR ÞANKAR HUGUR áfram að bifast þangað til að efnið umlykur miðjuna jafnt í allar áttir...33 Því má skjóta inn, að hér er Aristóteles ekki aðeins að útskýra hnattlögun jarðar, sem nú er skýrð dálítið öðruvísi, heldur skýrir hann einnig „þyngdarrofsem er það ferli sem leitast við að fletja smám saman út ójöfnur á yfirborði jarðar, svo sem fjöll, og er talið vera mikilvægt í nútímajarðfræði, sérstaklega jarðmótunarfræði. Þyngdarrofslögmálið, eins og Aristóteles lýsir því, er enn í fullu gildi, en jarðfræðingar endumppgötvuðu það á 18. öld. Við tökum eftir því að rök Aristótelesar um lögun jarðar lúta fyrst og fremst að því að skýra hvers vegna jörðin er hnöttótt, en ekki að því að leiða út með rökum að hún sé hnattlaga. Við vitum að jörðin er kúlulaga, eins og Aristóteles segir, aðallega: ...fyrir vitnisburð skynfæranna. Hvernig ættum við annars að skýra lögun tunglmyrkvans? ...Rönd skuggans er ævinlega sveigð; og vegna þess að það er skuggi jarðar sem gerir myrkvann, er það lögun hennar sem ræður lögun skuggans, og því hlýtur hún að vera kúla. Ennfremur sýnir stjörnuskoðun okkur það, að ekki einasta er jörðin hnöttur, heldur er hann ekki sérlega stór. Því að tiltölulega lítil breyting í stöðu okkar til norðurs eða suðurs veldur greinilegri breytingu á sjóndeild- arhringnum. Stjörnurnar beint fyrir ofan... breytast mikið, og aðrar stjörnur verða sýnilegar eftir því sem farið er norður eða suður. Meira að segja sjást stjörnur í Egyptalandi og við Kýpur sem alls ekki sjást á norðlægari slóðum; og stjörnur, sem aldrei hverfa niður fyrir sjóndeildarhringinn á norðurslóðum, rísa og setjast þar syðra.34 Hinn náttúrulegi óbifanleiki jarðar er einnig afleiðing af, og skýrður með, eðli jarðefnisins: Ef jörðin hreyfðist, hvort sem um væri að ræða hreyfingu um miðjuna eða færslu frá miðjunni, yrði það að vera þvinguð 33 Umhimnana 297a8-10 og 297b6-13. 34 Um himnana 297b24-298a5. Hér segir Aristóteles ekki einungis frá eigin niðurstöðum heldur einnig frá niðurstöðum samtíma grískra stjarnfræðinga. „Stærðfræðingarnir hafareiknað að ummáljarðarinnar sé 400.000 skeið [um það bil 16.000 kílómetrar].“ (298al5-16) Við útreikninga sína gerðu þeir ráð fyrir að jörðin væri kúlulaga. 20
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.