Hugur - 01.01.1988, Page 23
HUGUR
MIKAEL M. KARLSSON
hreyfing. Það gæti ekki verið náttúruleg hreyfing jarðarinnar
sjálfrar, því ef svo væri hlyti sérhver hluti hennar að taka þátt í
þeirri hreyfingu. Hins vegar er ljóst að allir hlutar hennar
hreyfast eftir beinum línum í átt til miðjunnar.35
Að auki, bætir Aristóteles við, sýna tilraunir að jörðin hreyfist
hvergi:
[Þ]ví þungir hlutir, sem skotið er beint upp í loftið, falla aftur
á sama stað og þeim var skotið frá, jafnvel þótt þeim sé varpað
eins hátt upp og mögulegt er.36
Að dómi Aristótelesar sýnir þetta ljóslega að jörðin snýst
hvorki um sjálfa sig né færist til. Og þess ber að geta, að það er
ekkert kjánalegt við þessa tilraun. Snúningur jarðar veldur því
að braut hluta, sem hreyfast miðað við hana, virðist svigna.
Sveigjan er umtalsverð í braut langdrægra skota, og kemur vel
fram í hreyfingum stórra loftmassa og veðurkerfa. Það sem
Aristóteles skorti var tæknigeta til að skjóta hlut nógu langt eða
hátt til að greina þessi áhrif snúnings jarðar, sem eru kennd við
Gaspard G. Coriolis, franskan verkfræðing sem fyrstur mældi
þau á 19. öld.
VI
Við höfum nú heyrt nokkrar ástæður þess að Aristóteles taldi
jörðina vera kyrrstæða, og beinum þá sjónum að eðli
himinfestingarinnar, sem við höfum hingað til látið liggja milli
hluta. Náttúruleg hreyfing himingeimsins virðist hlíta ein-
földum lögmálum engu síður en náttúruleg hreyfing höfuð-
skepnanna fjögurra, því okkur virðist himinhvelfingin snúast.
Ef jörðin er kyrrstæð, hlýtur festingin að fylgja raunverulegri
hringhreyfingu. En af því leiðir að hún er annað hvort ekki
gerð úr neinu hinna fjögurra frumefna, því náttúruleg hreyf-
ing þeirra er eftir beinum línum, eða að hreyfing festing-
arinnar er ekki náttúmleg, heldur ónáttúmleg eða þvinguð.
En Aristóteles bendir á að það:
35 Um himnana 296a29-32.
36 Um himnana 296b22-23. Aristóteles styður einnig sömu niðurstöðu
reynslurökum á 296b3-6; en í þeim er byggt á heimsmynd Eudoxosar
þar sem himininn samanstendur af sammiðja kúlum.
21