Hugur - 01.01.1988, Page 25

Hugur - 01.01.1988, Page 25
HUGUR MIKAEL M. KARLSSON þær breytist reglulega hver í aðra.41 En jafnvel þótt hann, af þessum ástæðum, hiki stundum við að telja eterinn til náttúru- gripa, þá hefur hann sannarlega náttúm á sama hátt og hinar höfuðskepnumar fjórar: eigið hreyfilögmál. Niðurstaða Aristótelesar um himinfestinguna er í stuttu máli þessi: [V]ið sjáum að himinhvolfið snýst í hring, og með röksemda- færslu höfum við einnig komist að þvx að til er eitthvað sem hringhreyfingin einkennir.42 Þessi tilvitnunin sýnir að sá hluti aflfræði Aristótelesar sem fjallar um hreyfingu himinhvolfsins er mun ævintýralegri og laustengdari markvissum athugunum eða tilraunum, en aðrir hlutar aflfræði hans. Aristóteles gerði sér fulla grein fyrir þessu. Himinfestingin er fjarlæg og þess vegna er ekki hægt að rannsaka hana eins nákvæmlega og hina nálægu hluta heims- ins.43 Við getum ekki tekið sýni af eter, jafnvel ekki blandaðan öðmm efnum, til að rannsaka á sama hátt og við rannsökum hin fmmefnin fjögur og blöndur þeirra. Vera kann að við getum einhvern tíma rannsakað himingeiminn nánar; en þangað til þar að kemur getum við aðeins kannað hann úr fjarlægð. Þess vegna hlýtur athugun okkar að byggjast að verulegu leyti á vangaveltum og óprófanlegum röksemdum. Og eins og Aristóteles bendir á verða niðurstöðumar stórum óáreiðan- legri en þær sem byggjast á athugunum og tilraunum og hafa verið reyndar með þeim. Aristóteles sjálfur hefði síst allra viljað gera kenningu sína um himinfestinguna að trúaratriði. Lýsing Aristótelesar á náttúrum frumhlutanna fimm er gmndvöllur aflfræði hans, á sama hátt og grundvöllur aflfræði Newtons er setning hans um náttúmlega hreyfingu hluta í fyrsta lögmálinu. Samanborið við kenningu Aristótelesar er kenning Newtons stórkostleg og róttæk einföldun. Hún gerir aðeins ráð fyrir einni náttúrugripategund sem lýtur einu hreyfilögmáli í stað fimm frumhluta og fimm hreyfilögmála. 41 Umhimnana III, 6-7. 42 Um himnana 272a5-7; áhersla mín. 43 Lfffæri dýra 644b22-645a3. 23
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.