Hugur - 01.01.1988, Side 28

Hugur - 01.01.1988, Side 28
ÞUNGIR ÞANKAR HUGUR Til dæmis er það í samræmi við almenna reynslu að hlutur sem þvingaður er af stað með höggi eða með því að ýta honum, stansar fljótlega nema haldið sé áfram að beita krafti. Þar sem að þetta er það sem alltaf gerist, slær Aristóteles því fram sem kennisetningu. Þess vegna hyggur hann, að þegar steini er kast- að upp í loftið, eyðist fljótlega sú orka sem hann þáði frá mann- inum sem kastaði honum og náttúruleg hreyfing hans tekur við. Á sama hátt hegða hlutir sem falla í seigu efni sér talsvert ólíkt hlutum sem falla í þunnu efni eða lofttæmi. Menn vita ekki á hvaða forsendum Aristóteles gmndvallaði kenningu sína um fall hluta, en samkvæmt henni er tíminn sem það tekur hlut að falla ákveðna vegalengd í öfugu hlutfalli við þyngd hans. Hafi Aristóteles látið steinvölur falla í ílátum með vatni eða olíu hafa niðurstöðumar verið í samræmi við kenningu hans um fall hluta. (Þetta er kenningin sem Galíleó hafnaði og er sagður hafa afsannað með tilraun þar sem hann lét hluti falla ofan úr skakka tuminum í Pisa). Með því að ganga út frá dæmi eins og af hópum manna sem draga skip, komst Aristóteles að þeirri niðurstöðu að ef dráttarmaður flytur hlut ákveðna fjarlægð á tilteknum tíma, mundi hann með sömu áreynslu flytja helming sama hlutar tvöfalda vegalengdina á sama tíma, eða sömu vegalengd á helmingi tímans. Reglan er ekki skýr því að við vitum ekki nákvæmlega hvað átt er við með „áreynslu“ eða með „hálfum hlutnum“. En sé þessi regla notuð um fall hluta, og gert ráð fyrir því að hlutur sem er tvöfalt þyngri „beiti“ tvöfalt meiri „áreynslu“ niður á við, leiðir niðurstaðan til lögmáls Aristótelesar um fall hluta. Aristótelesi gekk illa að skilja hvers vegna steinn, sem kastað var, eða ör skotið úr boga, hélt áfram að hreyfast þvingaðri hreyfingu eftir að vera laus úr hendi kastarans eða af streng bogans. Því hann taldi að orsök hreyfingar hlyti að vera í snertingu við.það sem hreyfðist. Jafnskjótt og orsökin hyrfi ætti hluturinn líka að hætta að hreyfast. Flestir samtímamenn Aristótelesar voru sömu skoðunar, og svo áhrifarík var hug- myndin um snertingu orsakar og afleiðingar að fáum tókst að sneiða hjá henni þar til Newton kom til skjalanna. Þannig varð Aristóteles að gera ráð fyrir því, til að skýra hreyfingu skeyta eins og steins eða örvar, að orsök hreyfingar, hönd eða bog- 26
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Hugur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.