Hugur - 01.01.1988, Blaðsíða 28
ÞUNGIR ÞANKAR
HUGUR
Til dæmis er það í samræmi við almenna reynslu að hlutur
sem þvingaður er af stað með höggi eða með því að ýta honum,
stansar fljótlega nema haldið sé áfram að beita krafti. Þar sem
að þetta er það sem alltaf gerist, slær Aristóteles því fram sem
kennisetningu. Þess vegna hyggur hann, að þegar steini er kast-
að upp í loftið, eyðist fljótlega sú orka sem hann þáði frá mann-
inum sem kastaði honum og náttúruleg hreyfing hans tekur við.
Á sama hátt hegða hlutir sem falla í seigu efni sér talsvert
ólíkt hlutum sem falla í þunnu efni eða lofttæmi. Menn vita
ekki á hvaða forsendum Aristóteles gmndvallaði kenningu sína
um fall hluta, en samkvæmt henni er tíminn sem það tekur hlut
að falla ákveðna vegalengd í öfugu hlutfalli við þyngd hans.
Hafi Aristóteles látið steinvölur falla í ílátum með vatni eða
olíu hafa niðurstöðumar verið í samræmi við kenningu hans
um fall hluta. (Þetta er kenningin sem Galíleó hafnaði og er
sagður hafa afsannað með tilraun þar sem hann lét hluti falla
ofan úr skakka tuminum í Pisa).
Með því að ganga út frá dæmi eins og af hópum manna sem
draga skip, komst Aristóteles að þeirri niðurstöðu að ef
dráttarmaður flytur hlut ákveðna fjarlægð á tilteknum tíma,
mundi hann með sömu áreynslu flytja helming sama hlutar
tvöfalda vegalengdina á sama tíma, eða sömu vegalengd á
helmingi tímans. Reglan er ekki skýr því að við vitum ekki
nákvæmlega hvað átt er við með „áreynslu“ eða með „hálfum
hlutnum“. En sé þessi regla notuð um fall hluta, og gert ráð
fyrir því að hlutur sem er tvöfalt þyngri „beiti“ tvöfalt meiri
„áreynslu“ niður á við, leiðir niðurstaðan til lögmáls
Aristótelesar um fall hluta.
Aristótelesi gekk illa að skilja hvers vegna steinn, sem kastað
var, eða ör skotið úr boga, hélt áfram að hreyfast þvingaðri
hreyfingu eftir að vera laus úr hendi kastarans eða af streng
bogans. Því hann taldi að orsök hreyfingar hlyti að vera í
snertingu við.það sem hreyfðist. Jafnskjótt og orsökin hyrfi
ætti hluturinn líka að hætta að hreyfast. Flestir samtímamenn
Aristótelesar voru sömu skoðunar, og svo áhrifarík var hug-
myndin um snertingu orsakar og afleiðingar að fáum tókst að
sneiða hjá henni þar til Newton kom til skjalanna. Þannig varð
Aristóteles að gera ráð fyrir því, til að skýra hreyfingu skeyta
eins og steins eða örvar, að orsök hreyfingar, hönd eða bog-
26