Hugur - 01.01.1988, Page 29
HUGUR
MIKAEL M. KARLSSON
strengur, geymdist einhvern veginn, en dofnaði smám saman í
efninu sem hluturinn hreyfðist í, til dæmis lofti. Meginhug-
mynd hans var sú að efni, sem skeyti í framrás ryddi frá sér,
þyrlaðist aftur fyrir skeytið og ýtti því enn áfram.52
Áður en við skiljum við hreyfifræði Aristótelesar er vert að
geta þess að honum tókst að orða frambærilega fyrstu útgáfu af
þriðja lögmáli Newtons: Sérhvert átak á sér jafnstórt gagntak
eða með öðrum orðum: verkanir tveggja hluta hvors á annan
eru ávallt jafnmiklar og öndverðar að stefnu.53 Aristóteles
gerir eftirfarandi athugasemd:
[MJaður, sem er í bát og ýtir á einn hluta bátsins en spyrnir í
annan, hreyfir bátinn ekki, vegna þess að það sem hann er að
reyna að hreyfa, og það sem hann spyrnir í, er sami hlut-
urinn.54
Síðan ræðir hann goðsögnina um Atlas, sem stendur á jörðinni
og snýr himinhvelinu. „Fyrst jörðin er í kyrrstöðu er þetta
hugsanlegt,“ segir Aristóteles,
...en þá má Atlas... ekki beita meiri krafti en þeim sem heldur
jörðinni stöðugri - annars ýtist jörðin af stað... Þvíeins og sá
ýtir sem ýtir, þannig ýtist það sem ýtt er, og með sama
krafti.55
Þessa reglu orðar Aristóteles í fremur einangraðri umfjöllun í
kafla lítillar bókar um hreyfingu dýra, þannig að hún er sjaldan
tekin með í umræðum um aflfræði hans og virðist hafa haft lítil
áhrif á þróun hreyfifræðinnar.
VIII
Aflfræði Newtons var róttæk framför frá aflfræði Aristó-
telesar. Eins og áður kom fram tókst Newton að láta eina
náttúrulega hreyfingu koma í stað fimm hjá Aristótelesi. Hann
gerði líka skýran greinarmun á aílfræðilegum eiginleikum
hluta - massa þeirra - og efniseiginleikum þeirra eða eðlis-
ástandi. Newton skildi að þeir síðamefndu skipta engu máli frá
52 Eðlisfræðin 215 a 14-17.
53 Útgáfa Cajoris af Principia, op. cit., bls. 13.
54 Um hreyfingu dýra 699a6-10.
55 Um hreyfingu dýra 699a29-699b6; áhersla mfn.
27
L