Hugur - 01.01.1988, Page 34
VERUFRÆÐI
HUGUR
Verufræðingar hafa þó sett fram fleiri flokkunarkerfi en
þetta. Til dæmis hafa ýmsir þeirra flokkað hluti í sértæka og
hlutstæða. Ef við nú notum greinarmun sértækra hluta og hlut-
stæðra auk þess tvenns konar greinarmunar sem fyrr er nefnd-
ur, þá getum við skipt öllu sem er í átta flokka.2 Og þar sem
það er hin besta skemmtun að velta þessum flokkum fyrir sér
skulum við líta á mynd af þeim öllum saman.
2 Ég veit ekki til þess að neinn hafi sett fram viðhlítandi skilgreiningu á
þessum átta flokkum, en það má lýsa kennimörkum þeirra með því að
útskýra þann þrenns konar greinarmun sem þeim liggur til grundvallar.
Lítum þá fyrst á greinarmun einstaklinga og fjölstæða. Hann er sá
helstur að hver fjölstæða getur búið í mörgum hlutum (bæði einstakl-
ingum og fjölstæðum). Þannig getur t.d. eiginleikinn „að vera frægur"
búið í mörgum einstaklingum (og í mörgum fjölstæðum því bæði ein-
staklingar og eiginleikar geta verið frægir).
Nú er þetta auðvitað engin skilgreining, því hér er engan veginn útskýrt
hvað felst í því að búa íí þessum skilningi; það eru þó þessi vensl sem
öllu varðar að skilja ef skýra á greinarmun og tengsl eiginleika og
fjölstæða. En ég er reyndar ekki viss um að þau verði skýrð með til-
vísun til neins einfaldara.
Það varpar kannski einhverju ljósi á þessi vensl að geta þess að þegar
við spyrjum um einhverja tvo hluti hvað þeir eiga sameiginlegt, þá
erum við að spyrja um hvaða fjölstæður búa í þeim báðum og spurn-
ingunni verður eldd svarað með öðru en að nefna fjölstæðu. Ef við t.d.
spyrjum hvað Jón Páll og Skalla-Gnmur eiga sameiginlegt, þá er
svarið (eða a.m.k. eitt svar); „Þeir eiga það sameiginlegt að vera
sterkir.“ Það sem þeir eiga sameiginlegt er sem sagt fjölstæðan „að vera
sterkur.“ I ljósi þessa getum við reynt að skilgreina fjölstæðu sem það
sem margir hlutir geta átt sameiginlegt.
Snúum okkur nú að greinarmun tímanlegra hluta og eilífra. Hann er sá
helstur að tímanlegir hlutir geta breyst en eilífir eldd. Um þetta mætti
segja margt en í staðinn skulum við snúa okkur beint að síðasta veru-
fræðiparinu: Sértækum hlutum og hlutstæðum.
Eitt helsta kennimark sértækra hluta er það að skynsemin getur, af eigin
rammleik, höndlað allt eðli þeirra. Þeir eru, ef svo má segja, gagnsæir
hugsuninni. En það eru hlutstæðir hlutir aftur á móti ekki. Þetta er
kannski ekki -vel skýrt en einfaldast er að útskýra þetta gagnsæi með
því að benda á mun stærðfræði og náttúrufræði. Stærðfræðin fjallar um
sértæka hluti og stærðfræðingar beita hugsuninni einni við rannsóknir
sínar en náttúrufræðin fjallar (a.m.k. að hluta til) um hlutstæða hluti og
verður því að styðjast við athuganir og tilraunir.
32