Hugur - 01.01.1988, Síða 34

Hugur - 01.01.1988, Síða 34
VERUFRÆÐI HUGUR Verufræðingar hafa þó sett fram fleiri flokkunarkerfi en þetta. Til dæmis hafa ýmsir þeirra flokkað hluti í sértæka og hlutstæða. Ef við nú notum greinarmun sértækra hluta og hlut- stæðra auk þess tvenns konar greinarmunar sem fyrr er nefnd- ur, þá getum við skipt öllu sem er í átta flokka.2 Og þar sem það er hin besta skemmtun að velta þessum flokkum fyrir sér skulum við líta á mynd af þeim öllum saman. 2 Ég veit ekki til þess að neinn hafi sett fram viðhlítandi skilgreiningu á þessum átta flokkum, en það má lýsa kennimörkum þeirra með því að útskýra þann þrenns konar greinarmun sem þeim liggur til grundvallar. Lítum þá fyrst á greinarmun einstaklinga og fjölstæða. Hann er sá helstur að hver fjölstæða getur búið í mörgum hlutum (bæði einstakl- ingum og fjölstæðum). Þannig getur t.d. eiginleikinn „að vera frægur" búið í mörgum einstaklingum (og í mörgum fjölstæðum því bæði ein- staklingar og eiginleikar geta verið frægir). Nú er þetta auðvitað engin skilgreining, því hér er engan veginn útskýrt hvað felst í því að búa íí þessum skilningi; það eru þó þessi vensl sem öllu varðar að skilja ef skýra á greinarmun og tengsl eiginleika og fjölstæða. En ég er reyndar ekki viss um að þau verði skýrð með til- vísun til neins einfaldara. Það varpar kannski einhverju ljósi á þessi vensl að geta þess að þegar við spyrjum um einhverja tvo hluti hvað þeir eiga sameiginlegt, þá erum við að spyrja um hvaða fjölstæður búa í þeim báðum og spurn- ingunni verður eldd svarað með öðru en að nefna fjölstæðu. Ef við t.d. spyrjum hvað Jón Páll og Skalla-Gnmur eiga sameiginlegt, þá er svarið (eða a.m.k. eitt svar); „Þeir eiga það sameiginlegt að vera sterkir.“ Það sem þeir eiga sameiginlegt er sem sagt fjölstæðan „að vera sterkur.“ I ljósi þessa getum við reynt að skilgreina fjölstæðu sem það sem margir hlutir geta átt sameiginlegt. Snúum okkur nú að greinarmun tímanlegra hluta og eilífra. Hann er sá helstur að tímanlegir hlutir geta breyst en eilífir eldd. Um þetta mætti segja margt en í staðinn skulum við snúa okkur beint að síðasta veru- fræðiparinu: Sértækum hlutum og hlutstæðum. Eitt helsta kennimark sértækra hluta er það að skynsemin getur, af eigin rammleik, höndlað allt eðli þeirra. Þeir eru, ef svo má segja, gagnsæir hugsuninni. En það eru hlutstæðir hlutir aftur á móti ekki. Þetta er kannski ekki -vel skýrt en einfaldast er að útskýra þetta gagnsæi með því að benda á mun stærðfræði og náttúrufræði. Stærðfræðin fjallar um sértæka hluti og stærðfræðingar beita hugsuninni einni við rannsóknir sínar en náttúrufræðin fjallar (a.m.k. að hluta til) um hlutstæða hluti og verður því að styðjast við athuganir og tilraunir. 32
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Hugur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.