Hugur - 01.01.1988, Page 43

Hugur - 01.01.1988, Page 43
HUGUR ATLI HARÐARSON Quines en skynjun Jóns með vi. (Quine mundi líklega halda því fram að vi. sé villandi aðferð til þess að tjá þau sannindi sem felast í v.) Ég held að sú skoðun sem fram kemur í þessu slagorði Quines sé býsna útbreidd á meðal verufræðinga. Þannig telur Chisholm til dæmis að við höfum ástæðu til þess að eigna hlutum tilvist ef til eru einhver sannindi sem við getum ekki tjáð án þess að vísa til þeirra í nafnlið.15 Svo þrátt fyrir að þeir Quine og Chisholm séu ósammála um flest, þá virðast þeir sammála um það að við höfum ástæðu til þess að eigna hlutum tilvist, ef til eru einhver sannindi sem við getum ekki tjáð, án þess að vísa til þeirra í nafnlið. Að halda því fram að skuggar, skynreyndir og atburðir séu ekki til, jafngildir þá því, samkvæmt þessari skoðun Chisholms og Quines, að halda því fram að það séu engin sannindi til sem við getum ekki tjáð án þess að vísa til skugga, skynreynda eða atburða. Eða með öðmm orðum, að við getum sagt allt sem segja þarf til þess að gera tæmandi grein fyrir öllu sem er, með því að tala um skyggða hluti í stað skugga, um skynjendur og skynjaða hluti í stað skynreynda og um hluti hafandi þessa eða hina eiginleika í stað atburða. En getum við ekki losnað við hvaða hluti sem er með þessu móti? Geta þeir sem ekki vilja hafa hunda í Reykjavík ekki losnað við alla hunda úr borginni með því einu að umorða setningar eins og þessa: vii. Það em hundar í Reykjavík þannig að í hennar stað komi setningin: viii. Reykjavík er hundhafandi „Reykjavík er hundhafandi“ er auðvitað skrýtin íslenska en ég sé ekkert því til fyrirstöðu að breyta íslensku máli svolítið. Alla vega getur það, hvað er til í þessum heimi, tæpast farið eftir því hvað lætur illa í eyrum íslenskra málnotenda. 15 Chisholm, R.M: Person and Object, bls.l 17. 41
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Hugur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hugur
https://timarit.is/publication/603

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.